þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Sá hluti af skrílnum sem er ég kann að baka brauð

Enginn banani er óhultur fyrir mér þessa dagana, á mig rennur æði sjái ég einn brúnan. Banana. Gríp hann höndum tveim og geri tilraunir. Baka bananabrauð, aldrei eins tvisvar í röð. Trúi því að ég muni á endanum uppgötva hina fullkomnu uppskrift að bananabrauði. Í dag setti ég hnetusmjör í deigið. Fjári gott. Það var í eftirmat. Í aðalrétt voru Ora fiskbollur úr dós (kr. 277).

Engin ummæli: