þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Sálfjölrænn fótapirringur

Öll þessi vandræði sem yfir þjóðina hafa dunið eru of stór fyrir litla hausinn minn. Ætla að hvíla kúpuna með því að hugsa um litlu krúttlegu ergelsin.

Yfir smáræði er baun örg:
  1. Uppvaski potta, panna og sigta.
  2. Fólki í hrókasamræðum við legsteina (gaur í gubbþættinum Everwood var að þvaðra við leiði). Gerir einhver svona í alvörunni? Talar fólk þá alla vega ekki lágt?
  3. Gangtruflunum í gamla skrjóðnum mínum.
  4. Tyggjósmellum.
  5. Samviskubiti yfir að hafa ekki hreyft mig í nokkrar vikur.
  6. Plastfilmu sem rifnar asnalega og endar í g-streng.
  7. Fáránlegri verðlagningu litahylkja í prentara.
  8. Ávöxtum sem líta vel út að utan en eru skemmdir að innan.
  9. Fíkn í Royal búðing.
  10. Fjárans ellisjón. Hrikalega pirrandi fyrirbæri.
Aaahhh. Klíptu mig í handlegginn meðan vondi kallinn rífur af mér hausinn. Allt annað líf.

Engin ummæli: