mánudagur, nóvember 17, 2008

Sprikkjónir*

Allt þetta tal um vandamálapakka, lánapakka, aðgerðapakka, sexhundruðmilljarðapakka og sprikkjónapakka hefur slegið verulega á jólagleði mína. Samt skoðaði ég engla áðan í ritfangaverslun.

Og Guðni bara hættur að nenna að vera með í þessu leiðinlega leikriti. Mikið skil ég hann vel.


*Sprikkjónir, hikkjónir og firrjarðar eru talnaleg hugtök sem þið skiljið þegar þið verðið stór

Engin ummæli: