þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Épplendingar

Fékk andlegt kláðakast áðan við að heyra norska fósturgeirvísinn tala í sjónvarpi allra landsmanna. Til að slá á kláðann bruddi ég fjórðung úr blómavasa og japlaði á danfosskrana með.

Ætli ég sé ekki búin að fá mig fullsadda af jakkafataklæddum éppalúðum með margar milljónir í mánaðarlaun, jafnvel þótt þeir éti brúnost.

Talandi um veðrið, mér fannst nákvæmlega ekkert krúttlegt við að sjá Pál lesa fréttirnar í kvöld.

Engin ummæli: