miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Viðskaðinn

Ég er með hugmynd að fjáröflunarleið. Allir sem hefja mál sitt á orðunum: "Við Íslendingar" greiði hraustlega sekt sem rennur í ríkissjóð. Séu orðin sögð á erlendu sproki tvöfaldast sektin.

Hrjóti þessi orð af vörum embættismanns, dragast þrjátíu ærgildi frá næstu mánaðarlaunum hans.

Engin ummæli: