miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Kyn og klóin

Samkvæmt heimildum Blogggáttarinnar:
Útvöldustu bloggin
1. Egill Helgason
2. Stefán Pálsson
3. Ármann Jakobsson
4. Össur Skarphéðinsson
5. Dr. Gunni
6. Orðið á götunni
7. Jónas Kristjánsson
8. Baggalútur
9. Sverrir Jakobsson
10. Andrés Magnússon
Vinsælast síðustu viku
1. Egill Helgason
2. Jónas Kristjánsson
3. Eiríkur Jónsson
4. Teitur Atlason
5. Jakobína Ingunn Ólafsdótt...
6. Baldur McQueen
7. Ómar Ragnarsson
8. Gísli Hjálmar Svendsen
9. Sverrir Jakobsson
10. Páll Ásgeir Ásgeirsson


Meðal "útvöldustu" bloggaranna eru núll konur af tíu, meðal þeirra "vinsælustu" er ein kona. Ég er ekki ein af þeim sem hengir sig í kynið af öllu mögulegu tilefni, hef reyndar sterka skoðun á kyni eigin bólfélaga, en læt mér annars í léttu rúmi liggja hvurs kyns hvers konar fólk er. Þótt ég hafi ekki tölur um kynjahlutfall í bloggritun, vekur það furðu mína að sjá hversu fáar konur skrifa "vinsæl" og "útvalin" blogg.

Reyndar minnir þetta orð, útvalin, mig á geimverurnar í Toy Story. Allar biðu þær í ofvæni eftir klónni sem vomaði yfir hrúgunni og tíndi eina og eina úr hópnum. Greyskinnin voru eins og fólk sem bíður með óþreyju eftir himnaríki og telur hérið og núið ómerkilegra en bráðumið.


Það er margt skrítið í henni versu. Eða margt undarlegt í honum heimsa.

Engin ummæli: