mánudagur, febrúar 02, 2009

AP fréttastofan

"Aron Pálmi lendir í aftanákeyrslu", "Aron Pálmi sækir um vinnu í Bónus", "Aron Pálmi vill ekki bláberjaskyr", "Aron Pálmi tekur þátt í Idol keppni", "Aron Pálmi í meikóver", "Aron Pálmi fær hland fyrir hjartað".

Sá ágæti miðill dv.is færir fréttaþyrstum samviskusamlega fregnir af Aroni Pálma Einhverssyni. Við hrun íslenska efnahagskerfisins, atvinnuleysi í hæstu hæðum og gríðarlegar sviptingar á hinum pólitíska vettvangi er huggun harmi gegn að geta gengið að einu vísu. Fréttum af því sem máli skiptir.

Engin ummæli: