laugardagur, febrúar 28, 2009

Ljón og pestargemlingar

Það er aldrei sjarmerandi að væla en mér finnst það satt að segja ömurlegt að hafa ælt í alla nótt og vera hundveik í dag. Á laugardegi og í þessu veðri! Ég sem var búin að hlakka til að fara út í snjóinn, í súrefnismeðferð eftir langa og stranga vinnuviku.

Kannski ég reyni að hafa mig upp í að gera æfingarnar sem hér sjást, svo ég fái þó einhverja hreyfingu um helgina. Og hver veit nema þær hafi æskileg áhrif á hárvöxt.

Engin ummæli: