föstudagur, febrúar 13, 2009

Upp í munn og oní maga

Hef setið við í dag að berja saman fyrirlestur um kyngingu og kyngingartregðu, sem ég kalla því frumlega nafni, "Allur matur á að fara.." Eina ástæðan fyrir því að ég deili þessu hversdagslega atriði lífs míns með ykkur er sú að mig langar að segja þetta: Ég er búin að fá mig fullsadda af kyngingu í bili.

Aulabrandarar hafa alltaf verið mín sterka hlið.

Auk þess vil ég, af því mér þykir vænt um ykkur, vekja athygli á tveimur afspyrnugóðum bloggurum. Báðir eru fyrrverandi vinnufélagar mínir og báðir drengir góðir. Þeir heita Hansi Beck og Stefán.

Já, og svo eiga allir að skrifa undir þetta nema þeir séu fúlegg.

Engin ummæli: