mánudagur, febrúar 16, 2009

Ekkert sérlega glaðlegur pistill

Flestir segja að það hafi verið óhjákvæmilegt að fá lán frá AGS, en hvað ef það er rangt? Hvað ef við höfum keypt okkur stundarfrið og fórnað með því framtíð barna okkar? Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við lestur þessarar greinar. Auðvitað get ég vonað að ekki fari jafn illa fyrir okkur og öðrum kúnnum AGS, en sú von er kannski meira í ætt við óskhyggju.

Vont er að við höfum verið svipt ærunni. Verra ef við verðum að auki svipt lifibrauði okkar og sjálfstæði.

Engin ummæli: