þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Aðdáunarverð nýting líkamsvessa

Þegar maður tapar einum lim, nýtir maður hina betur. Ég er að reyna að drukkna ekki í hörmungahyggju og les því dv. Það hjálpar mér heilmikið.

Það gladdi mig líka að heyra að menn sem starfa fyrir okkur í Seðlabankanum skuli vinna fyrir kaupinu sínu. Þrettán síðna skýrsla frá Seðlabankanum um af hverju ekki megi breyta Seðlabankanum, skrifuð af Seðlabankanum. Duglegir þessir bankastrákar.

Engin ummæli: