Það er aldrei sjarmerandi að væla en mér finnst það satt að segja ömurlegt að hafa ælt í alla nótt og vera hundveik í dag. Á laugardegi og í þessu veðri! Ég sem var búin að hlakka til að fara út í snjóinn, í súrefnismeðferð eftir langa og stranga vinnuviku.
Kannski ég reyni að hafa mig upp í að gera æfingarnar sem hér sjást, svo ég fái þó einhverja hreyfingu um helgina. Og hver veit nema þær hafi æskileg áhrif á hárvöxt.
laugardagur, febrúar 28, 2009
Ljón og pestargemlingar
fimmtudagur, febrúar 26, 2009
Mæ ón ess
Ahemm. Afsakið. Hin landsfræga Kleopatra? Einmitt. Ráðlegg ykkur ekkert endilega að lesa þetta, en æ, bara, ég er orðlaus. Sjá hér.
Undanfarnar vikur hafa alloft birst auglýsingar í Fréttablaðinu um bókmenntaleg afrek, glæsileik og stórkostlega persónu Kleopötru forstjóra, þar sem fólki gefst tækifæri til að lesa um meiningar hennar m.a. á alkóhólistum, kynlífsbölinu, stórvarasamri ferðafíkn og hvernig á "að tríta konur". Hún opinberar óhefðbundnar skoðanir á ofvirkni og hefur fátt gott að segja um "gamla, sjúka, útbrunna karla og geðvillinga".
Er þetta dýrt spaug? Maður spyr sig.
Undanfarnar vikur hafa alloft birst auglýsingar í Fréttablaðinu um bókmenntaleg afrek, glæsileik og stórkostlega persónu Kleopötru forstjóra, þar sem fólki gefst tækifæri til að lesa um meiningar hennar m.a. á alkóhólistum, kynlífsbölinu, stórvarasamri ferðafíkn og hvernig á "að tríta konur". Hún opinberar óhefðbundnar skoðanir á ofvirkni og hefur fátt gott að segja um "gamla, sjúka, útbrunna karla og geðvillinga".
Er þetta dýrt spaug? Maður spyr sig.
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Ég fékk kjúkling en þjóðin sjálfsaumkun
Á heimili mínu viðgengst ofdekrun. Hugsa sér að ég, á gamals aldri, skuli hafa lent í því að kynnast manni sem er svona góður við mig. En nú ætla ég að hætta að tala, því ég sturtaði í mig krækiberjalíkjör til að róa taugarnar eftir viðtal í Kastljósinu og gæti annað hvort sagt eitthvað viðbjóðslega væmið eða óbærilega óskammfeilið.
mánudagur, febrúar 23, 2009
Rafhjarðir aðrar
Er að feta mín fyrstu skref á fésbók eins og nýborinn flóðhestur (flóðfolald?). Finn að ég er haldin djúpstæðri grúppufælni og tortryggni út í hvers konar rafhjarðir. Svo veit ég ekki hvort það var viðeigandi af mér að smella á "like" þegar ég sá þessa meldingu: Hjalti is now single.
Veit ekki heldur hvort það er viðeigandi að þykja Ólafur Agnar fyndið nafn, en bara í nefnifalli. Forseti lýðveldisins er í öllu falli stjarnfræðilega langt frá því að vera fyndinn.
Veit ekki heldur hvort það er viðeigandi að þykja Ólafur Agnar fyndið nafn, en bara í nefnifalli. Forseti lýðveldisins er í öllu falli stjarnfræðilega langt frá því að vera fyndinn.
sunnudagur, febrúar 22, 2009
Tvíbökuskófir
Hef bakað vatnsdeigsbollur á hverju ári í töttöguogsjö ár. Þetta hafa ætíð verið prýðilegar og penar bollur, en í dag stökkbreytti ofninn minn deiginu í tvíbökuskófir eða hrökkbollur. Við borðuðum þessi fyrirbæri volg með smjöri og osti. Veit ekkert hvað ég á að gera við allan rjómann.
Held að bollurnar hafi leiðst út í mótþróaþrjóskuröskun af því ég var utan við mig og í örgu skapi þegar ég bjó til deigið. Deigi leiðist súrt skap, nema kannski súrdeigi (hef aldrei lagt lag mitt við súrdeig).
Já, og svo var ég búin að skrifa langan og bráðskemmtilegan pistil um af hverju ég mundi aldrei leiðast út í fésbókaraðild. Hann bíður birtingar. Djöfull hvað maður er veiklundaður.
Held að bollurnar hafi leiðst út í mótþróaþrjóskuröskun af því ég var utan við mig og í örgu skapi þegar ég bjó til deigið. Deigi leiðist súrt skap, nema kannski súrdeigi (hef aldrei lagt lag mitt við súrdeig).
Já, og svo var ég búin að skrifa langan og bráðskemmtilegan pistil um af hverju ég mundi aldrei leiðast út í fésbókaraðild. Hann bíður birtingar. Djöfull hvað maður er veiklundaður.
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Heppilegar vinnustellingar
miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Kyn og klóin
Samkvæmt heimildum Blogggáttarinnar:
Útvöldustu bloggin
1. Egill Helgason
2. Stefán Pálsson
3. Ármann Jakobsson
4. Össur Skarphéðinsson
5. Dr. Gunni
6. Orðið á götunni
7. Jónas Kristjánsson
8. Baggalútur
9. Sverrir Jakobsson
10. Andrés Magnússon
Vinsælast síðustu viku
1. Egill Helgason
2. Jónas Kristjánsson
3. Eiríkur Jónsson
4. Teitur Atlason
5. Jakobína Ingunn Ólafsdótt...
6. Baldur McQueen
7. Ómar Ragnarsson
8. Gísli Hjálmar Svendsen
9. Sverrir Jakobsson
10. Páll Ásgeir Ásgeirsson
Meðal "útvöldustu" bloggaranna eru núll konur af tíu, meðal þeirra "vinsælustu" er ein kona. Ég er ekki ein af þeim sem hengir sig í kynið af öllu mögulegu tilefni, hef reyndar sterka skoðun á kyni eigin bólfélaga, en læt mér annars í léttu rúmi liggja hvurs kyns hvers konar fólk er. Þótt ég hafi ekki tölur um kynjahlutfall í bloggritun, vekur það furðu mína að sjá hversu fáar konur skrifa "vinsæl" og "útvalin" blogg.
Reyndar minnir þetta orð, útvalin, mig á geimverurnar í Toy Story. Allar biðu þær í ofvæni eftir klónni sem vomaði yfir hrúgunni og tíndi eina og eina úr hópnum. Greyskinnin voru eins og fólk sem bíður með óþreyju eftir himnaríki og telur hérið og núið ómerkilegra en bráðumið.
Það er margt skrítið í henni versu. Eða margt undarlegt í honum heimsa.
Útvöldustu bloggin
1. Egill Helgason
2. Stefán Pálsson
3. Ármann Jakobsson
4. Össur Skarphéðinsson
5. Dr. Gunni
6. Orðið á götunni
7. Jónas Kristjánsson
8. Baggalútur
9. Sverrir Jakobsson
10. Andrés Magnússon
Vinsælast síðustu viku
1. Egill Helgason
2. Jónas Kristjánsson
3. Eiríkur Jónsson
4. Teitur Atlason
5. Jakobína Ingunn Ólafsdótt...
6. Baldur McQueen
7. Ómar Ragnarsson
8. Gísli Hjálmar Svendsen
9. Sverrir Jakobsson
10. Páll Ásgeir Ásgeirsson
Meðal "útvöldustu" bloggaranna eru núll konur af tíu, meðal þeirra "vinsælustu" er ein kona. Ég er ekki ein af þeim sem hengir sig í kynið af öllu mögulegu tilefni, hef reyndar sterka skoðun á kyni eigin bólfélaga, en læt mér annars í léttu rúmi liggja hvurs kyns hvers konar fólk er. Þótt ég hafi ekki tölur um kynjahlutfall í bloggritun, vekur það furðu mína að sjá hversu fáar konur skrifa "vinsæl" og "útvalin" blogg.
Reyndar minnir þetta orð, útvalin, mig á geimverurnar í Toy Story. Allar biðu þær í ofvæni eftir klónni sem vomaði yfir hrúgunni og tíndi eina og eina úr hópnum. Greyskinnin voru eins og fólk sem bíður með óþreyju eftir himnaríki og telur hérið og núið ómerkilegra en bráðumið.
Það er margt skrítið í henni versu. Eða margt undarlegt í honum heimsa.
þriðjudagur, febrúar 17, 2009
Aðdáunarverð nýting líkamsvessa
Þegar maður tapar einum lim, nýtir maður hina betur. Ég er að reyna að drukkna ekki í hörmungahyggju og les því dv. Það hjálpar mér heilmikið.
Það gladdi mig líka að heyra að menn sem starfa fyrir okkur í Seðlabankanum skuli vinna fyrir kaupinu sínu. Þrettán síðna skýrsla frá Seðlabankanum um af hverju ekki megi breyta Seðlabankanum, skrifuð af Seðlabankanum. Duglegir þessir bankastrákar.
Það gladdi mig líka að heyra að menn sem starfa fyrir okkur í Seðlabankanum skuli vinna fyrir kaupinu sínu. Þrettán síðna skýrsla frá Seðlabankanum um af hverju ekki megi breyta Seðlabankanum, skrifuð af Seðlabankanum. Duglegir þessir bankastrákar.
mánudagur, febrúar 16, 2009
Ekkert sérlega glaðlegur pistill
Flestir segja að það hafi verið óhjákvæmilegt að fá lán frá AGS, en hvað ef það er rangt? Hvað ef við höfum keypt okkur stundarfrið og fórnað með því framtíð barna okkar? Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við lestur þessarar greinar. Auðvitað get ég vonað að ekki fari jafn illa fyrir okkur og öðrum kúnnum AGS, en sú von er kannski meira í ætt við óskhyggju.
Vont er að við höfum verið svipt ærunni. Verra ef við verðum að auki svipt lifibrauði okkar og sjálfstæði.
Vont er að við höfum verið svipt ærunni. Verra ef við verðum að auki svipt lifibrauði okkar og sjálfstæði.
laugardagur, febrúar 14, 2009
Valentínusardagur
Hefði ég brjóst eins og Dollí og skegg eins og Burt gæti ég án efa sungið betur.
Til hamingju með daginn allar turtildúfur!
föstudagur, febrúar 13, 2009
Upp í munn og oní maga
Hef setið við í dag að berja saman fyrirlestur um kyngingu og kyngingartregðu, sem ég kalla því frumlega nafni, "Allur matur á að fara.." Eina ástæðan fyrir því að ég deili þessu hversdagslega atriði lífs míns með ykkur er sú að mig langar að segja þetta: Ég er búin að fá mig fullsadda af kyngingu í bili.
Aulabrandarar hafa alltaf verið mín sterka hlið.
Auk þess vil ég, af því mér þykir vænt um ykkur, vekja athygli á tveimur afspyrnugóðum bloggurum. Báðir eru fyrrverandi vinnufélagar mínir og báðir drengir góðir. Þeir heita Hansi Beck og Stefán.
Já, og svo eiga allir að skrifa undir þetta nema þeir séu fúlegg.
Aulabrandarar hafa alltaf verið mín sterka hlið.
Auk þess vil ég, af því mér þykir vænt um ykkur, vekja athygli á tveimur afspyrnugóðum bloggurum. Báðir eru fyrrverandi vinnufélagar mínir og báðir drengir góðir. Þeir heita Hansi Beck og Stefán.
Já, og svo eiga allir að skrifa undir þetta nema þeir séu fúlegg.
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
Þrjár staðreyndir um daginn í dag
1. Fyrir nákvæmlega 200 árum fæddist Charles Darwin.
2. Fyrir nákvæmlega 14 árum fæddist Hjalti Elías, sonur minn.
3. Í dag borðaði ég yfir mig af þurrkuðu mangó og sölvum. Mæli ekki með því.
2. Fyrir nákvæmlega 14 árum fæddist Hjalti Elías, sonur minn.
3. Í dag borðaði ég yfir mig af þurrkuðu mangó og sölvum. Mæli ekki með því.
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Viðskaðinn
Ég er með hugmynd að fjáröflunarleið. Allir sem hefja mál sitt á orðunum: "Við Íslendingar" greiði hraustlega sekt sem rennur í ríkissjóð. Séu orðin sögð á erlendu sproki tvöfaldast sektin.
Hrjóti þessi orð af vörum embættismanns, dragast þrjátíu ærgildi frá næstu mánaðarlaunum hans.
Hrjóti þessi orð af vörum embættismanns, dragast þrjátíu ærgildi frá næstu mánaðarlaunum hans.
þriðjudagur, febrúar 10, 2009
Mamma veit ekki alltaf hvað hún syngur
Í þessari rannsókn sannast það sem mig hefur lengi grunað. Allt of margar konur hætta að trúa á jafnrétti þegar þær skilja. Þeim þykir, því miður, mörgum sjálfsagt og eðlilegt að gína yfir forræði og umgengni barna eftir skilnað. Kerfið styður síðan þetta misrétti fullum fetum.
Í mínum augum endurspeglar það eigingirni ef annað foreldrið setur sínar kröfur ofar hagsmunum barnsins. Börn eiga skýlausan rétt á umönnun beggja foreldra. Börn þrífast betur eftir skilnað, ef foreldrar standa áfram saman að uppeldinu, styðja og næra börnin eins samstiga og hægt er, þótt heimilin verði tvö. Betra er fyrir barnið að búa að tveimur ástríkum heimilum, en einu stríðshrjáðu svæði þar sem ríkja stöðugar deilur og kuldi. Foreldrar þurfa að geta talað saman um hvað barninu er fyrir bestu. Til þess að svo geti orðið getur fólk þurft að kyngja stolti, spóla sig upp úr ásökunargírnum og þiggja utanaðkomandi hjálp.
Umfjöllun mbl.is um rannsókn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur.
Umfjöllun Rúv.
Hér er samantekt niðurstaðna úr umræddri rannsókn:
Við komum ekki til með að fara heil út úr þessum skilnaði nema mamma og pabbi hætti að rífast og fari að huga að því hvað barninu er fyrir bestu.
Í mínum augum endurspeglar það eigingirni ef annað foreldrið setur sínar kröfur ofar hagsmunum barnsins. Börn eiga skýlausan rétt á umönnun beggja foreldra. Börn þrífast betur eftir skilnað, ef foreldrar standa áfram saman að uppeldinu, styðja og næra börnin eins samstiga og hægt er, þótt heimilin verði tvö. Betra er fyrir barnið að búa að tveimur ástríkum heimilum, en einu stríðshrjáðu svæði þar sem ríkja stöðugar deilur og kuldi. Foreldrar þurfa að geta talað saman um hvað barninu er fyrir bestu. Til þess að svo geti orðið getur fólk þurft að kyngja stolti, spóla sig upp úr ásökunargírnum og þiggja utanaðkomandi hjálp.
Umfjöllun mbl.is um rannsókn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur.
Umfjöllun Rúv.
Hér er samantekt niðurstaðna úr umræddri rannsókn:
• Tengslarof barna við feður eftir skilnað er ein alvarlegasta atlaga sem unnin er á barni.Mér finnst þessi skýrsla stórmerkileg lesning, hér er annar bútur úr henni:
• Deilur milli foreldra um umgengni/forsjá skaða barnið, oft alvarlega og til langs tíma.
• Réttarkerfið vinnur seint og oft illa við að afgreiða mál þegar deilur eru milli foreldra um forsjá og/eða umgengni.
• Réttarkerfið og félagsþjónustan almennt virðast oft huga meira að hagsmunum mæðra en hagsmunum barna.
• Á Íslandi eru samtímis a.m.k. 500 börn sem búa við skert lífsgæði og oft alvarlega stöðu vanlíðunar og sorgar vegna deilu foreldra um umgengni og/eða forsjá og vegna tengslarofs við feður. Sérstaklega á þetta við drengi.
• Flest öll skilnaðarbörn kjósa að verja meiri tíma með feðrum sínum en þeim er leyft eða kleift að gera. 70% þeirra vilja dvelja jafnt hjá báðum foreldrum sínum og 30% sem eftir stóðu vildu eyða umtalsverðum tíma með feðrum.
• Mæður virðast geta stýrt samskiptum barna og feðra og tálmað umgengni nánast óáreittar.
• Umgengnistálmanir, illt umtal, heilaþvottur og stýring þess foreldris sem barnið býr hjá gagnvart barninu og hinu foreldrinu eru meðal verstu skaðvalda sem hægt er leggja á barnið.
• Rannsóknir sýna að sameiginleg forsjá skiptir börn mjög miklu máli. Skilnaðarbörn sem búa við sameiginlega forsjá foreldra sinna hafa betri tengsl við báða foreldra og þeim líður almennt betur og þau standa almennt betur félagaslega og námslega en ef forsjá er hjá öðru foreldrinu.
• Mikilvægt er að styrkja rétt barna til jafnrar umgengni við báða foreldra, löggjöfin þarf að taka á því og tryggja börnum þann rétt. Ójöfn umgengni eykur á vanlíðan barna (bls. 3).
Sálfræðingar sem hafa reynslu af sambúðarslitum fólks telja að erfitt sé að gefa upp góða uppskrift að skilnaði af þeirri einföldu ástæðu að yfirleitt er annar aðilinn mun ósáttari við að skilja en hinn. Fyrir þann sem finnur sig yfirgefinn getur skilnaðurinn verið hin versta kreppa tilfinningalega. Skilnaðaróskin vegur að sjálfstrausti þess sem hún beinist að og hann eða hún ver sig oft með reiðiviðbrögðum. Einnig geta sprottið upp sterkar ásakanir með því að ásaka þann sem óskaði eftir skilnaðinum. Framkvæmd skilnaðar verður erfiðari ef þeim einstaklingum sem í hlut eiga gengur illa að vinna úr tilfinningum sínum og ef þeir eiga erfitt með að ræða saman. Í versta falli getur reiðin snúist upp í biturð, heift og hefndarþorsta, einkum hjá þeim sem upplifir sig yfirgefinn og stutt er í ásakanir af ýmsum toga. Stundum verður heiftin og hatrið svo mikið að viðkomandi missir stjórn og sýn á atferli sínu og hegðun. Hörð og ill barátta t.d. um börnin taka á sig ljótar myndir og allir líða fyrir slík átök, ekki síst börnin. Ef annar eða báðir aðilar sitja fastir í tilfinningakreppu er hætt við að átökin haldi áfram milli makanna fyrrverandi og að börnin séu dregin inn í ágreininginn. Rannsóknir á skilnaðarmálum sýna að þegar ofbeldi, ásakanir og tilfinningaleg oftengsl voru undanfari skilnaðar, urðu átök og ófullnægjandi tjáskipti um börnin ríkjandi á eftir. Ef biturð og neikvæð afstaða þess sem óskaði ekki eftir skilnaði verður allsráðandi eru mun minni líkur á bata og viðkomandi getur setið fastur í sálarkreppunni árum eða jafnvel áratugum saman. Einnig hefur komið í ljós ef karlmaðurinn stofnar til nýrrar sambúðar geti fyrrverandi maki (konan) brugðist neikvætt við, sérstaklega ef hún er ekki komin sjálf í nýtt samband (bls. 4).Ég er skilnaðarbarn í þeim skilningi að þjóðin er skilnaðarbarn. Mamma (Sjálfstæðisflokkurinn) er brjáluð og heimtar, bitur og reið, forræðið yfir okkur og pabba (núverandi stjórn) er ekki treyst til að sjá um okkur. Af því að "mommy knows best" og hún getur ekki séð af okkur smástund, ekki einu sinni í helgarleyfi (85 daga langt). Við, hinir almennu borgarar, lendum í því að foreldrarnir eyða öllum kröftum í að rífast, skammast, baknaga, saka aðra um allt, á meðan brýnu málin sitja á hakanum (t.d. að gera eitthvað af viti þannig að við förum ekki á hausinn öll sem eitt). Hagsmunir okkar eru fyrir borð bornir og þetta sjá allir nema foreldrarnir (flokkspólitíkusarnir) sem geta ekki litið upp úr skotgröfunum. Umhverfis litla landið okkar eru stórar þjóðir sem hrista hausinn yfir bullinu sem hérlendir ráðamenn láta frá sér í ræðu og riti.
Það er ekki skilnaðurinn sem hefur skaðlegustu áhrifin á börn. Það eru samskipti foreldranna, fyrir, eftir og í skilnaði (bls. 5).
---------
Við komum ekki til með að fara heil út úr þessum skilnaði nema mamma og pabbi hætti að rífast og fari að huga að því hvað barninu er fyrir bestu.
mánudagur, febrúar 09, 2009
Baunaraun
Ég sakna sjálfhverfunnar í blogginu fh (fyrir hrun). Þá gerðist aldrei neitt, jú, birtar voru myndir af baun, talað um baun, volað soldið stundum um að baun ætti bágt og stöku sinnum voru birtir gáfulegir pistlar um léttvæg málefni. Eða léttvægir pistlar um gáfuleg málefni. Það kom fyrir.
Nú er maður *andvarp* orðinn vasahagfræðingur með öflugt innsæi *djúpt andvarp* í öll helstu þjóðfélagsmál. Varla til það samfélagslega mein *rosa djúpt andvarp* sem ekki er reynt að varpa ljósi á með hnyttni og afbragðsgóðri dómgreind, sem slær öllu við í hinum vestræna heimi og samrýmist Evrópustöðlum. O, jæja, dýrð heimsins og allt það.
Til að rifja upp gömlu góðu dagana birtir baun hér mynd sem baun tók af baun fyrir baun í gær. Takið eftir húfunni, baun gaf baun hana í afmælisgjöf, og lúffur með.
Legg ekki meira á ykkur.
Nú er maður *andvarp* orðinn vasahagfræðingur með öflugt innsæi *djúpt andvarp* í öll helstu þjóðfélagsmál. Varla til það samfélagslega mein *rosa djúpt andvarp* sem ekki er reynt að varpa ljósi á með hnyttni og afbragðsgóðri dómgreind, sem slær öllu við í hinum vestræna heimi og samrýmist Evrópustöðlum. O, jæja, dýrð heimsins og allt það.
Til að rifja upp gömlu góðu dagana birtir baun hér mynd sem baun tók af baun fyrir baun í gær. Takið eftir húfunni, baun gaf baun hana í afmælisgjöf, og lúffur með.
Legg ekki meira á ykkur.
Bess Stahal
Dorrit Moussiaeff haldið fanginni af sjeik Olaf Abdul-Rahim Grisafat.
Yfirgengileg skoðanakúgun kvenna á Bessastöðum.
"Dorrit, ekki segja svona hluti."
Þetta og margt fleira í gagnmerku viðtali, sjá hér.
Eftir lesturinn leiddi ég hugann að því hvað við höfum verið rækalli óheppin með seðlabankastjóra, útrásarvíkinga, punthænsn og valdamenn. Þjóðin hefur bara lent í tómum skoffínum. Bömmer.
Yfirgengileg skoðanakúgun kvenna á Bessastöðum.
"Dorrit, ekki segja svona hluti."
Þetta og margt fleira í gagnmerku viðtali, sjá hér.
Eftir lesturinn leiddi ég hugann að því hvað við höfum verið rækalli óheppin með seðlabankastjóra, útrásarvíkinga, punthænsn og valdamenn. Þjóðin hefur bara lent í tómum skoffínum. Bömmer.
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Trénaður
Rakst í dag á þennan trénaða drjóla í svörtum sandi. Hann hamaðist við að skrifa í sandinn að hann væri hundrað metra risafura. Langtum merkilegri öðrum trjám. Aðalfurukólfurinn, foringinn sjálfur.
Vissulega var hann duglegur að skrifa um eigið ágæti. En hið rétta í málinu er að drjólinn stóð eins og gamall beyglaður desertgaffall upp úr sandinum. Lítill og einn. Í sínum heimi.
Það sem drjólinn kallar sannleika kalla aðrir veruleikafirringu. En hann varðar ekkert um aðra.
Vissulega var hann duglegur að skrifa um eigið ágæti. En hið rétta í málinu er að drjólinn stóð eins og gamall beyglaður desertgaffall upp úr sandinum. Lítill og einn. Í sínum heimi.
Það sem drjólinn kallar sannleika kalla aðrir veruleikafirringu. En hann varðar ekkert um aðra.
laugardagur, febrúar 07, 2009
Vond eru brögð trúar
Ég held næstum alltaf með liðinu sem tapar og finn til með öllum sem eiga bágt. En þrátt fyrir eðlislæga aumingjagæsku, er mér fyrirmunað að bera í bætifláka fyrir Sjálfstæðismenn sem drulluspóla í ruglinu. Hvað er að þessu fólki? Jafnvel amöbur læra af reynslunni. Svo mikið er víst að rök bíta ekki á trú.
Fann hér ágæta grein um helsýki íhaldsins.
Fann hér ágæta grein um helsýki íhaldsins.
föstudagur, febrúar 06, 2009
Lýsingarorðahamur
Færslan hér á undan er lævísleg birtingarmynd yfirfærðs pirrings vegna óþolandi yfirborgaðra gagnslausra hrokagikka í Svörtuloftum og sjálfstæðiskellingar sem tönglaðist á því áðan í Kastljósi að núverandi stjórn væri "umboðslaus".
Svo er Nóa Kropp gómsætt og ég verð brjáluð ef lið sýslumannsins sjálfumglaða vinnur Útsvarið.
Svo er Nóa Kropp gómsætt og ég verð brjáluð ef lið sýslumannsins sjálfumglaða vinnur Útsvarið.
Jiiii, belti frá 1998
Kommon Páll, það fatta allir að þetta belti er hundgamalt, þú ert búinn að segja þjóðinni það fjögurþúsundogfimmtíu sinnum. Mikið hrrrrrrrikalega er ég orðin leið á þessari bévítans Byr auglýsingu. Af hverju þarf banki að auglýsa svona mikið?
Gvuð hvað ég skil ekki rassgat í fjármálastarfsemi þjóðarinnar.
Gvuð hvað ég skil ekki rassgat í fjármálastarfsemi þjóðarinnar.
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Armbeygjur
Var að enda við að gera 115 armbeygjur, er á fjórðu viku í þessu massafína prógrammi. Aðaláhyggjurnar núna snúast um það hvort ég þurfi bráðum að halda á símanum í hægri og bera upp að vinstra eyra.
Ætla alla vega að forðast spínatdósir á næstunni. Til öryggis.
Ætla alla vega að forðast spínatdósir á næstunni. Til öryggis.
Bindisflík
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
Óvissuferð í Hafnarfjörð
Mér var svipt upp í bíl eftir kvöldmatinn, Hjálmar voða dularfullur, muldraði eitthvað um að hann vonaði að ég "guggnaði" ekki. Með dúndrandi hjartslátt sá ég fyrir mér teygjustökk í myrkri, bingó í Tónabæ, ókunnugt fólk í samkvæmisleikjum, Tupperware-kynningu eða annan hrylling sem minn heittelskaði gæti verið að draga mig út í sér til skemmtunar.
Brunuðum eftir krókaleiðum í Hafnarfjörðinn og þar bauð hann mér í Kvikmyndasafn Íslands, að sjá The Purple Rose of Cairo.
Það var hreint ekki leiðinlegt, skal ég segja ykkur.
Brunuðum eftir krókaleiðum í Hafnarfjörðinn og þar bauð hann mér í Kvikmyndasafn Íslands, að sjá The Purple Rose of Cairo.
Það var hreint ekki leiðinlegt, skal ég segja ykkur.
mánudagur, febrúar 02, 2009
AP fréttastofan
"Aron Pálmi lendir í aftanákeyrslu", "Aron Pálmi sækir um vinnu í Bónus", "Aron Pálmi vill ekki bláberjaskyr", "Aron Pálmi tekur þátt í Idol keppni", "Aron Pálmi í meikóver", "Aron Pálmi fær hland fyrir hjartað".
Sá ágæti miðill dv.is færir fréttaþyrstum samviskusamlega fregnir af Aroni Pálma Einhverssyni. Við hrun íslenska efnahagskerfisins, atvinnuleysi í hæstu hæðum og gríðarlegar sviptingar á hinum pólitíska vettvangi er huggun harmi gegn að geta gengið að einu vísu. Fréttum af því sem máli skiptir.
Sá ágæti miðill dv.is færir fréttaþyrstum samviskusamlega fregnir af Aroni Pálma Einhverssyni. Við hrun íslenska efnahagskerfisins, atvinnuleysi í hæstu hæðum og gríðarlegar sviptingar á hinum pólitíska vettvangi er huggun harmi gegn að geta gengið að einu vísu. Fréttum af því sem máli skiptir.
sunnudagur, febrúar 01, 2009
Gott að búa í Kópavogi, sagði kanínan
Æ, ég vona að nýju ríkisstjórninni farnist vel og allt verði í blóma og með sóma. Indælt að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn og gott að fá fleiri konur í ráðherrastóla. Herrakonur, undarleg málvenja.
Á efri myndinni er kanína sem ég hitti á förnum vegi. Við tókum tal saman. Kom upp úr dúrnum að hún skilur jafn lítið í stjórnmálum og ég. Dæmigert.
Á efri myndinni er kanína sem ég hitti á förnum vegi. Við tókum tal saman. Kom upp úr dúrnum að hún skilur jafn lítið í stjórnmálum og ég. Dæmigert.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)