laugardagur, mars 18, 2006

Uppáhaldslagið mitt

akkúrat núna er með snillingnum Eivöru Pálsdóttur. Júróvisjónlag sem aldrei fór utan. Þessi unga söngkona fékk guðdómlega hæfileika í vöggugjöf. Flauel og silki. Kraftur og túlkun. Og færeyski framburðurinn ómótstæðilegur.

Í nótt deyr mín ást til þín
í nótt meðan máninn skín
sú von sem vakti ein með mér
núvirði einskis lengur er.

Í nótt hverfur öll mín þrá
í nótt allt sem trúði ég á.
Ókunnar hendur elska mig
og eyða minningunni um þig.

Í nótt er mitt hjarta kalt
og hver sem er má eiga það, eiga það allt.

Í nótt á ég engan að
í nótt engan samastað.
Þú varst mitt líf, mitt heita blóð
mín óskastjarna og eina ástarljóð.

Í nótt er mitt hjarta kalt
og hver sem er má eiga það, eiga það allt.

Lag: Ingvi Þór Kormáksson
Texti: Friðrik Erlingsson

Engin ummæli: