laugardagur, mars 25, 2006

Stóri bróðir

The wages of sin are death, but by the time taxes are taken out, it's just sort of a tired feeling.
(Paula Poundstone)

Nótur. Snifsi. Launamiðar. Pirringur. Engin grið gefin hjá Stóra bróður. Fyrsta skipti á ævinni þarf ég að hugsa um að gera skattskýrslu. Virðist hafa verið andleg ljóska í þessu blessaða hjónabandi mínu. Ljóskulíki. Já, ég veit, þetta er ófyrirgefanlega óbríetískt af mér. En satt.

Skatturinn kennir skilinni konu að spinna.

Á morgun er ég búin að bjóða stóra bróður mínum og börnunum hans í heimsókn. Mun gefa þeim þykkar pönnsur löðrandi í sírópi. Með sterku pepperóníi (namminamm). Brósi ætlar að hjálpa litlu systur sinni í gegnum talnafrumskóg og nótustafla. Að sjálfsögðu læri ég þetta í leiðinni. Og geri skýrsluna mína sjálf næst. Upp á æru og trú.

Engin ummæli: