Í gær truflaði feit og pattaraleg húsfluga húsfrið minn. Ég eltist við hana um allt hús með undirfatabækling að vopni. Sló fast og ákveðið, þannig að íturvaxin fyrirsætan á forsíðunni klauf loftið trekk í trekk með "hæjaha!!!" (svona karatehljóð sem kom reyndar úr mínum barka).
Nú nú. Loks settist flugan lafmóð á gluggapóstinn í eldhúsinu. Lagði ég þá til hennar leiftursnöggt. Féll hún niður örend og það sem meira er, hauslaus. Hvar er hausinn?, hugsaði ég með mér og sá hann þá límdan í heilu lagi á gluggapóstinn. Hausinn hékk þar en búkurinn lá í dauðakippunum í glugganum. Er flugan úr sögu þessari.
Triumph!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli