mánudagur, mars 06, 2006

Litli fuglinn

minn, grænn með rauðan haus, valt til og frá kl. 14:32 í dag og ég fann titring þar sem ég sat við vinnu mína (í Mosó). Ég hljóp fram og spurði tvo félagsráðgjafa (sem stóðu þar): Funduði jarðskjálftann? Ha? spurðu þeir í forundran. Ég spurði marga aðra og enginn hafði fundið neitt. Menn gerðu góðlátlegt grín að mér, en því er ég vön. Hef oft fundið jarðskjálfta og heyrt hvininn á undan þeim, án þess að aðrir hafi orðið nokkurs varir.

Og þetta var jarðskjálfti - með upptök annars staðar en í hausnum á mér.

Ætla að fá mér vinnu sem jarðskjálftamælir. Þægilegt innidjobb.

Engin ummæli: