sunnudagur, mars 12, 2006

Á Kirkjuteigi

er athvarf ofvirkra. Vissi ekki þegar ég keypti íbúðina, að þetta væri yfirlýst skjól fólks með athyglisbrest og ofvirkni. Fyrir ofan mig er ólétt par að rífa niður baðherbergi og brjóta upp gólf. Þau eru að til kl. 11 á kvöldin virka daga, og byrja í argabítið um helgar að brjóta og bora.

Fólkið fyrir neðan mig er að brjóta sína íbúð í spað. Þau mölva burðarveggi í massavís. Réðu til sín múr-brots-mafíu. Þessir ungu mafíósar, dökkir á brún og brá, koma gvuð-veit-hvaðan og skilja ekki orð í íslensku. Eða kannski eru þeir allir heyrnarlausir. Þeir skapa þvílíkan hávaða að ekkert orð í íslensku nær yfir þau ósköp. Hreinlega eins og allir íbúar Eistlands, Lettlands og Litháen séru hver með sína loftpressu að hamast á einum haus. Mínum.

Nú ætla ég að kaupa tréklossa á mig og börnin og svo steppum við saman alla morgna kl. 7:15. Á kvöldin sippum við í klossunum.

Engin ummæli: