föstudagur, mars 17, 2006

Baun í erindum

Púff. Ég vorkenni sjálfri mér þegar ég vorkenni sjálfri mér. Nú er ég hætt. Vorkunn hjálpar engum. Allra síst manni sjálfum. Hvað gerir döpur baun? Hún tekur sér frí úr vinnu og fer í Smáralind. Mí tæm. Bauninni finnst gott að svífa innan um straum fólks, sem virðist hafa brýnum erindum að sinna. Ekki er mögulegt að sitja og vola, þá maður er umkringdur einbeittum kaupvilja. Baun festi kaup á þremur bolum og einum íþróttagalla. Var það vel.

Sá einkanúmer sem er svona: ME Hvað haldið þið að hafi vakað fyrir greiðanda númersins?
a) ME hljóðgervingur um jarm sauðfjár
b) ME eins og ég/mig í ensku
c) ME eins og fangamark, t.d. Már Einarsson
d) ME skammstöfun fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum

Það er yndislegt að vera til. Og ég er ekki eins og sumir - sem líður best illa. Mér líður best vel.

Engin ummæli: