fimmtudagur, mars 30, 2006

In-suck

Kannast hlustendur við að aðrar þjóðir tali á innsoginu? Var spurð að þessu af sætum samstarfsmanni, algengt að fólk haldi að ég viti allan skrambann. Hann sagði að útlenskum körlum þætti sexí þegar íslenskar konur töluðu svona. "Er það?", spurði ég (á innsoginu).

Hvernig segir maður "að tala á innsoginu" á ensku? Speaking on the choke?

Svör óskast.

Engin ummæli: