þriðjudagur, mars 21, 2006

Ég á afmæli í dag,

er eins árs gömul bloggstúlka. Það er sumsé ár síðan ég byrjaði að bauna á heiminn. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár. Með eindæmum.

Fékk ótrúlega sendingu í gær frá Símanum.

Þannig var að ADSL tengingin virkaði ekki hjá mér, þegar hún var tiltölulega nýkomin upp. Hringdi í þjónustulínu Símans, sem er náttúrlega bara gaman. Í kjölfar þessa símtals kom bólugrafinn muldrandi fermingardrengur heim til mín. Hann ólundaðist eitthvað í 5 mínútur. Og sendingin sem ég er að tala um er reikningur. Upp á kr. 7.402,- Verklýsingin fyrir afrekið er svona, orðrétt:

"Yfir fór tengilinn og fékk hann til að virkar.
Prufaði svo hvort heimasíminn og nerið virkuðu líka og nú er allt komð í lag."

Engin ummæli: