þriðjudagur, september 20, 2005

Það var gott..

að koma heim í sitt eigið ból, en ég er hálf lúin og það bíður mín allt of mikil vinna hér heima. Og ég er eitthvað svo annars hugar og vitlaus þessa dagana. Hætt að hlusta á fréttir og dægurþras, hlusta bara á tónlist. Hlýtur að vera enn eitt einkenni miðlífskrísunnar sem er víst voða mikið tekin núna.

En mikið svakalega var annars gaman að strákarnir mínir í Laugalækjarskóla skyldu rúlla upp Norðurlandameistaratitlinum. Danirnir og Norsararnir voru grútspældir, þeir höfðu nefnilega ætlað sér að vinna og norski liðsstjórinn húðskammaði sína menn eftir eina viðureiginina í votta viðurvist. Ekki alveg nógu góð þjálfaratækni kannski. Ég held annars að við Sigríður, mamma Daða á fyrsta borði, höfum verið góð lukkudýr fyrir liðið. Segjum það bara. Svo við eigum nú eitthvað í þessu. Eitt vakti athygli mína. Sigríður var spurð tvisvar sinnum hvort hún væri einn af þjálfurunum en ég aldrei. Dreg þá ályktun af þessu að hún sé mun gáfulegri en ég.

Engin ummæli: