sunnudagur, september 18, 2005

Hér fylgir pistill Torfa

Leóssonar, snillings, af http://skak.hornid.com/

Ekkert er rotið í Danaveldi.

Laugalækjarskóli hefur rétt í þessu tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn í skákkeppni grunnskólasveita.

Sveitin hafði 2,5 vinnings forskot fyrir síðust umferð, en í humátt á eftir voru 2 sveitir og svo Danmörk I hálfum vinning neðar.

Við mættum einmitt Danmörku I í þessari umferð og lagt var upp með að fá a.m.k. 1,5 vinning til að tryggja sér sigurinn.

Daði Ómarsson gaf tóninn eftir rétt rúman hálftíma, er hann vann Peter Grove, tvöfaldan Danmerkurmeistara í sínum aldursflokki, og eina helstu vonarstjörnu Dana hér, í aðeins 20 leikjum í Drekanum.

Einar Sigurðsson vann síðan mann og skákina fljótlega.

Nú bíðum við bara eftir að Vilhjálmur og Matthías klári, en það er engin hætta á öðru en að það taki minnst 2,5 tíma í viðbót því Íslendingarnir hafa verið afar þrautseigir og þaulsetnir við borðið og ávallt klárað síðast.

MH er síðan búið að tryggja sér silfrið í skákkeppni framhaldsskóla og fyrir stuttu síðan tók Rimaskóli bronzið í barnaskóla mótinu, þannig að ég held að Íslendingar geti verið ánægðir með sína krakka einmitt nú.

kveðja frá Danmörku,
Torfi

http://www.skoleskak.dk/nm2005/index.htm

Engin ummæli: