laugardagur, september 10, 2005

Sipp og snúsnú mont.

Uppgötvaði dulda hæfileika í dag. Fór í sipp og snúsnú með Hjalta og Ástu. Hef ekki stundað þessa íþrótt síðan ég var ca. 10 ára en viti menn, ég hef engu gleymt. Svei mér þá. Hjalti bað mig að hoppa afturábak á öðrum fæti sippandi í kross og með augun lokuð og ég sagði bara: ekkert mál. Og gerði það. Svo sippaði ég í einni bunu mest 134 sinnum. Og sló börnunum mínum rækilega við. HA! En mikið rosalega verður maður þreyttur á að sippa - þetta hlýtur að vera býsna góð æfing fyrir hjartað. Held það bara. Ætla sumsé að taka upp sipp og snúsnú, verð bara að fá mér steypustyrktan brjóstahaldara fyrst.

Engin ummæli: