every now and then I get a little bit lonely...every now and then I fall apart....and if you only hold me tight, we´ll be holding out forever...I don´t know what to do...every now and then I get a little bit terrified but then I see the look in your eyes...I really need you tonight...forever´s gonna start tonight.
"Total eclipse of the heart" með Bonnie Tyler, gjöriðisvovel. Annað uppáhaldslagið mitt um þessar mundir. Tek hástöfum undir með Bonnie, angurværðin uppmáluð við uppvaskið. Sonum mínum finnst ég hlusta fulloft og fullhátt á þetta lag í eldhúsinu. Hljómar e.t.v. pínu kúnstugt en drengirnir mínir æpa oft: æ, lækkaðu þetta mamma!
Hitt uppáhaldslagið mitt: "Smells like teen spirit" með Nirvana. Eitt albesta lag sem samið hefur verið. Ever. Hlusta á það í bílnum og syng svo hátt og rokka með að það er bara ábyggilega ferlegt að sjá. Mér er slétt sama. Á það reyndar til að klemma saman augun (sem er óheppilegt í akstri) í dúndurfílíngi.
Þriðja uppáhaldslagið mitt (já, auðvitað eru þau miklu fleiri en tvö): When a man loves a woman.
Fjórða uppáhaldslagið mitt: I can´t help falling in love with you (með Brian Adams að sjálfsögðu).
Fimmta uppáhaldslagið mitt: Had to say I love you in a song...með Jim Croce. Þrjú síðastnefndu afar rómantísk og þá dreymir mig um heitan vangadans í stíl. Fátt yndislegra (ef ég man rétt).
Jamms. Þannig er það nú. Kallbeyglan á leið til Noregs í fyrramálið. Og við Matti leggjum land undir fót á fimmtudaginn. Nú er það Norðurlandamótið í skólaskák, haldið í Árósum. Er eitthvað hægt að gera í Árósum? Vona að ég drepist ekki úr leiðindum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli