miðvikudagur, september 14, 2005

Jæja,

við Matti skundum í argabítið á skákþing í Árósum og kallinn staddur í Noregi og þessi fjölskylda er þá orðin í meira lagi dreifð. Kannski tekst mér að blogga í ríki Dana, ef ég skyldi finna heitan reit á kaffihúsi þar. Stefni á það. Sit hér annars með félaga mínum Tuborg til að geta heilsað Dönum þannig að þeir finni strax fyrir andlegum skyldleika við mig. Þetta var afsökun. Ég er bara svona gefin fyrir sopann. Einmitt.

Engin ummæli: