laugardagur, september 17, 2005

Jibbí...

Matti vann sína skák:) Nú eru strákarnir mínir í 1.sæti eftir 3 umferðir. Tvær umferðir eftir og allt opið og æsispennandi - Ísland með 8 vinninga og á hæla þeirra koma A og B sveitir Dana með 7 vinninga.

Áðan hvatti mótshaldari keppendur til að fá sér meiri kjúkling og við þau orð varð ég svo hissa að ég missti út úr mér dýrmæta tuggu. Það vill nefnilega svo til að Ólafur (roskni maðurinn sem borgar morðfjár fyrir hvert mjólkurglas) stóð upp á einhverjum leiðtogafundi mótsins í dag, sagðist hafa verið í þessum bransa í ríflega 30 ár og að aldrei fyrr hefði hann séð annan eins grútarhátt í viðurgjörningi. Kannski þeir taki sig á Danirnir eftir fyrirlestur þennan? Eða fara þeir kannski að lauma möðkuðu méli í matinn?

Engin ummæli: