mánudagur, september 26, 2005

Livet er ikke..

det værste man har...það eru orð að sönnu. Sit hér við tölvuna og hlusta á son minn lesa úr bókinni Pípuhattur galdrakarlsins (Múmínálfarnir, að sjálfsögðu). Hann á reyndar að fara að sofa kl. 10 en stundum vill teygjast úr háttatímanum, mér finnst hann t.d. bursta tennurnar af makalausri vandvirkni á kvöldin. Þá gengur hann um, með tannburstann uppi í sér, og spjallar við heimilisfólkið. Missir stundum út úr sér hvítar tannkrems-slummur. Og það vill togna úr háttatímanum. En aldrei óhóflega lengi þó. Hann er vænsti piltur hann Hjalti. Og er ekki lífið dásamlegt? Það finnst mér að minnsta kosti.

Engin ummæli: