sem er bara best, er 21 árs í dag. Og það vill svo skemmtilega til að akkúrat í dag spurðu nokkrar gelgjur í Laugalækjarskóla hana þessarar spurningar: "ertu í níunda eða tíunda bekk?" Um þennan magnþrungna atburð má lesa á heimasíðu heimasætunnar, fyrir áhugasama um unglegt fólk.
Til hamingju Ásta Heiðrún Elísabet með afmælið:)
þriðjudagur, september 27, 2005
mánudagur, september 26, 2005
Livet er ikke..
det værste man har...það eru orð að sönnu. Sit hér við tölvuna og hlusta á son minn lesa úr bókinni Pípuhattur galdrakarlsins (Múmínálfarnir, að sjálfsögðu). Hann á reyndar að fara að sofa kl. 10 en stundum vill teygjast úr háttatímanum, mér finnst hann t.d. bursta tennurnar af makalausri vandvirkni á kvöldin. Þá gengur hann um, með tannburstann uppi í sér, og spjallar við heimilisfólkið. Missir stundum út úr sér hvítar tannkrems-slummur. Og það vill togna úr háttatímanum. En aldrei óhóflega lengi þó. Hann er vænsti piltur hann Hjalti. Og er ekki lífið dásamlegt? Það finnst mér að minnsta kosti.
laugardagur, september 24, 2005
Nú er ég lasin...
og á óskaplega bágt. Hálsbólga, hausverkur og kvef. Dóttirin að halda upp á afmælið sitt í kvöld og stóð víst til að reka okkur öll að heiman, en ég kemst varla fram úr rúmi þ.a. Pétur ætlar með strákana í bíó í kvöld. Svo var ég dregin volandi fram úr áðan til að búa til karamellupopp fyrir 11 gesti! Meðferðin á veikum konum á þessu heimili. Held það hljóti að vera tímabært að fara að kenna stelpunni að halda á sleif. Legg ekki meira á ykkur að sinni.
miðvikudagur, september 21, 2005
Ég er snortin...
þriðjudagur, september 20, 2005
Það var gott..
að koma heim í sitt eigið ból, en ég er hálf lúin og það bíður mín allt of mikil vinna hér heima. Og ég er eitthvað svo annars hugar og vitlaus þessa dagana. Hætt að hlusta á fréttir og dægurþras, hlusta bara á tónlist. Hlýtur að vera enn eitt einkenni miðlífskrísunnar sem er víst voða mikið tekin núna.
En mikið svakalega var annars gaman að strákarnir mínir í Laugalækjarskóla skyldu rúlla upp Norðurlandameistaratitlinum. Danirnir og Norsararnir voru grútspældir, þeir höfðu nefnilega ætlað sér að vinna og norski liðsstjórinn húðskammaði sína menn eftir eina viðureiginina í votta viðurvist. Ekki alveg nógu góð þjálfaratækni kannski. Ég held annars að við Sigríður, mamma Daða á fyrsta borði, höfum verið góð lukkudýr fyrir liðið. Segjum það bara. Svo við eigum nú eitthvað í þessu. Eitt vakti athygli mína. Sigríður var spurð tvisvar sinnum hvort hún væri einn af þjálfurunum en ég aldrei. Dreg þá ályktun af þessu að hún sé mun gáfulegri en ég.
En mikið svakalega var annars gaman að strákarnir mínir í Laugalækjarskóla skyldu rúlla upp Norðurlandameistaratitlinum. Danirnir og Norsararnir voru grútspældir, þeir höfðu nefnilega ætlað sér að vinna og norski liðsstjórinn húðskammaði sína menn eftir eina viðureiginina í votta viðurvist. Ekki alveg nógu góð þjálfaratækni kannski. Ég held annars að við Sigríður, mamma Daða á fyrsta borði, höfum verið góð lukkudýr fyrir liðið. Segjum það bara. Svo við eigum nú eitthvað í þessu. Eitt vakti athygli mína. Sigríður var spurð tvisvar sinnum hvort hún væri einn af þjálfurunum en ég aldrei. Dreg þá ályktun af þessu að hún sé mun gáfulegri en ég.
sunnudagur, september 18, 2005
Hér fylgir pistill Torfa
Leóssonar, snillings, af http://skak.hornid.com/
Ekkert er rotið í Danaveldi.
Laugalækjarskóli hefur rétt í þessu tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn í skákkeppni grunnskólasveita.
Sveitin hafði 2,5 vinnings forskot fyrir síðust umferð, en í humátt á eftir voru 2 sveitir og svo Danmörk I hálfum vinning neðar.
Við mættum einmitt Danmörku I í þessari umferð og lagt var upp með að fá a.m.k. 1,5 vinning til að tryggja sér sigurinn.
Daði Ómarsson gaf tóninn eftir rétt rúman hálftíma, er hann vann Peter Grove, tvöfaldan Danmerkurmeistara í sínum aldursflokki, og eina helstu vonarstjörnu Dana hér, í aðeins 20 leikjum í Drekanum.
Einar Sigurðsson vann síðan mann og skákina fljótlega.
Nú bíðum við bara eftir að Vilhjálmur og Matthías klári, en það er engin hætta á öðru en að það taki minnst 2,5 tíma í viðbót því Íslendingarnir hafa verið afar þrautseigir og þaulsetnir við borðið og ávallt klárað síðast.
MH er síðan búið að tryggja sér silfrið í skákkeppni framhaldsskóla og fyrir stuttu síðan tók Rimaskóli bronzið í barnaskóla mótinu, þannig að ég held að Íslendingar geti verið ánægðir með sína krakka einmitt nú.
kveðja frá Danmörku,
Torfi
http://www.skoleskak.dk/nm2005/index.htm
Ekkert er rotið í Danaveldi.
Laugalækjarskóli hefur rétt í þessu tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn í skákkeppni grunnskólasveita.
Sveitin hafði 2,5 vinnings forskot fyrir síðust umferð, en í humátt á eftir voru 2 sveitir og svo Danmörk I hálfum vinning neðar.
Við mættum einmitt Danmörku I í þessari umferð og lagt var upp með að fá a.m.k. 1,5 vinning til að tryggja sér sigurinn.
Daði Ómarsson gaf tóninn eftir rétt rúman hálftíma, er hann vann Peter Grove, tvöfaldan Danmerkurmeistara í sínum aldursflokki, og eina helstu vonarstjörnu Dana hér, í aðeins 20 leikjum í Drekanum.
Einar Sigurðsson vann síðan mann og skákina fljótlega.
Nú bíðum við bara eftir að Vilhjálmur og Matthías klári, en það er engin hætta á öðru en að það taki minnst 2,5 tíma í viðbót því Íslendingarnir hafa verið afar þrautseigir og þaulsetnir við borðið og ávallt klárað síðast.
MH er síðan búið að tryggja sér silfrið í skákkeppni framhaldsskóla og fyrir stuttu síðan tók Rimaskóli bronzið í barnaskóla mótinu, þannig að ég held að Íslendingar geti verið ánægðir með sína krakka einmitt nú.
kveðja frá Danmörku,
Torfi
http://www.skoleskak.dk/nm2005/index.htm
Fjórar búnar,
og nú tefla strákarnir fimmtu og síðustu umferð. Þeir eru enn í efsta sæti og dugir 1 1/2 vinningur til sigurs, en allt getur gerst, ekkert í höfn. Maður er hreinlega að drepast hér úr spenningi, Danir eru einbeittir og ætla sér að reyna að vinna, enda á heimavelli. Búin að heyra orðið "Ísland" oft muldrað hér í súrum tón, þegar "vores Nordiske venner" spá og spekúlera í úrslit. Mótshaldarar eru annars afar vingjarnlegir og fyrir utan þessa aðsjálni í mat, þá er allt hér þeim til sóma.
Strákarnir hafa á milli skáka farið í fótbolta (rústuðu Svíum þar) og veitt krabba niður við höfn. Mér til skelfingar komst ég að því að þeir hafa drepið þá sér til skemmtunar (þ.e. krabbana, ekki Svíana). Litlu sadistarnir mínir. Ég hef reynt að malda í móinn, en það er ekki mikið hlustað á svoleiðis mömmuvæl. Blessaðir litlu básúnuenglarnir. Annars var ég að frétta að Ísland væri hér með yngsta liðið í grunnskólakeppninni, enda sér maður á hinum að þar eru langoftast á ferð stórir og lubbalegir 10.bekkingar.
Jæja, ég ætla að halda áfram að kveljast úr spennu og rækta kvíðasjúklinginn í mér. Hann er alltaf svangur.
Strákarnir hafa á milli skáka farið í fótbolta (rústuðu Svíum þar) og veitt krabba niður við höfn. Mér til skelfingar komst ég að því að þeir hafa drepið þá sér til skemmtunar (þ.e. krabbana, ekki Svíana). Litlu sadistarnir mínir. Ég hef reynt að malda í móinn, en það er ekki mikið hlustað á svoleiðis mömmuvæl. Blessaðir litlu básúnuenglarnir. Annars var ég að frétta að Ísland væri hér með yngsta liðið í grunnskólakeppninni, enda sér maður á hinum að þar eru langoftast á ferð stórir og lubbalegir 10.bekkingar.
Jæja, ég ætla að halda áfram að kveljast úr spennu og rækta kvíðasjúklinginn í mér. Hann er alltaf svangur.
laugardagur, september 17, 2005
Jibbí...
Matti vann sína skák:) Nú eru strákarnir mínir í 1.sæti eftir 3 umferðir. Tvær umferðir eftir og allt opið og æsispennandi - Ísland með 8 vinninga og á hæla þeirra koma A og B sveitir Dana með 7 vinninga.
Áðan hvatti mótshaldari keppendur til að fá sér meiri kjúkling og við þau orð varð ég svo hissa að ég missti út úr mér dýrmæta tuggu. Það vill nefnilega svo til að Ólafur (roskni maðurinn sem borgar morðfjár fyrir hvert mjólkurglas) stóð upp á einhverjum leiðtogafundi mótsins í dag, sagðist hafa verið í þessum bransa í ríflega 30 ár og að aldrei fyrr hefði hann séð annan eins grútarhátt í viðurgjörningi. Kannski þeir taki sig á Danirnir eftir fyrirlestur þennan? Eða fara þeir kannski að lauma möðkuðu méli í matinn?
Áðan hvatti mótshaldari keppendur til að fá sér meiri kjúkling og við þau orð varð ég svo hissa að ég missti út úr mér dýrmæta tuggu. Það vill nefnilega svo til að Ólafur (roskni maðurinn sem borgar morðfjár fyrir hvert mjólkurglas) stóð upp á einhverjum leiðtogafundi mótsins í dag, sagðist hafa verið í þessum bransa í ríflega 30 ár og að aldrei fyrr hefði hann séð annan eins grútarhátt í viðurgjörningi. Kannski þeir taki sig á Danirnir eftir fyrirlestur þennan? Eða fara þeir kannski að lauma möðkuðu méli í matinn?
Tíu fríkadellur.
Skákmótið er æsispennandi, Ísland í 1.-2.sæti eftir tvær umferðir og sem ég skrifa þetta eru mínir menn að tefla við Dani (sterk sveit). Komið er eitt tap, einn vinningur og eitt jafntefli og maður nagar bara neglurnar upp í kviku. Matti minn er einn eftir eins og í gærkvöldi, en þá lenti hann í að tefla 5 tíma skák, sem hann svo tapaði á tíma. Hrikalegt álag á þessum strákum, maður skilur ekki hvernig þeir halda þetta út. Tvær skákir á dag sem geta tekið 5 tíma hvor! MH ingar hafa líka staðið sig vel og eru í 2.sæti eftir þrjár umferðir.
Eins og ég sagði áður er aðstaða hér öll í góðu lagi. Eitt er þó rotið í ríki Dana og hefði ég aldrei trúað því upp á frændur okkar að þeir ættu þetta til. Þeir eru svo nískir á matinn, að maður á bara ekki orð. Þvílíkt og annað eins. Í gærkvöldi var messað yfir svöngum skákgörpum í biðröð eftir matnum að enginn mætti taka sér meira en "et stykke köd". Var þetta svo endurtekið síðar í ströngum tón, yfir ærandi garnagaul keppenda, því einhver hafði greinilega stolist til að fá sér tvær sneiðar (og svo sá ég eina detta í gólfið, það hefur sett allan útreikning Dana úr jafnvægi). Ólafur H. Ólafsson, liðsstjóri MHinganna, bað þetta kvöld um mjólk með matnum (hann er roskinn maður, slæmur í maga og þarf að eigin sögn að drekka mjólk með mat). Komið var með mjólkurglas til Ólafs og hann umsvifalaust rukkaður um 20 kr. danskar fyrir. Eitt mjólkurglas á ríflega 200 ísl. krónur! Þeir gefa bara blávatn hér með matnum og stórsjá örugglega eftir því oní okkar háls. Við hádegisverð í dag var haldinn fyrirlestur yfir keppendum af því að einhverjir tóku sér fleiri en þrjár kjötbollur. Hélt mótshaldarinn því fram með lítt dulinni vandlætingu að einhver hefði fengið sér tíu fríkadellur á diskinn. Hvernig áttu menn að vita að það mætti bara taka þrjár kjötbollur? Er það náttúrulögmál að þrjár litlar kjötbollur dugi öllum, stórum sem smáum, feitum sem mjóum? Svöngum táningum? Keppendur voru sumsé skammaðir fyrir græðgi og sagt að einhverjir aftast í röðinni hefðu komið að tómum kjötfötum. Ekki nóg með það heldur kvarta mótshaldarar yfir matgræðgi keppenda á heimasíðu mótsins! Sjá kvart og kvein á: skoleskak.dk/nm2005
Maður er bara galhneykslaður, svei attan.
Annars hvet ég alla skákáhugamenn sem lesa bloggið mitt að fylgjast með úrslitum á skák.is eða skoleskak.dk
Eins og ég sagði áður er aðstaða hér öll í góðu lagi. Eitt er þó rotið í ríki Dana og hefði ég aldrei trúað því upp á frændur okkar að þeir ættu þetta til. Þeir eru svo nískir á matinn, að maður á bara ekki orð. Þvílíkt og annað eins. Í gærkvöldi var messað yfir svöngum skákgörpum í biðröð eftir matnum að enginn mætti taka sér meira en "et stykke köd". Var þetta svo endurtekið síðar í ströngum tón, yfir ærandi garnagaul keppenda, því einhver hafði greinilega stolist til að fá sér tvær sneiðar (og svo sá ég eina detta í gólfið, það hefur sett allan útreikning Dana úr jafnvægi). Ólafur H. Ólafsson, liðsstjóri MHinganna, bað þetta kvöld um mjólk með matnum (hann er roskinn maður, slæmur í maga og þarf að eigin sögn að drekka mjólk með mat). Komið var með mjólkurglas til Ólafs og hann umsvifalaust rukkaður um 20 kr. danskar fyrir. Eitt mjólkurglas á ríflega 200 ísl. krónur! Þeir gefa bara blávatn hér með matnum og stórsjá örugglega eftir því oní okkar háls. Við hádegisverð í dag var haldinn fyrirlestur yfir keppendum af því að einhverjir tóku sér fleiri en þrjár kjötbollur. Hélt mótshaldarinn því fram með lítt dulinni vandlætingu að einhver hefði fengið sér tíu fríkadellur á diskinn. Hvernig áttu menn að vita að það mætti bara taka þrjár kjötbollur? Er það náttúrulögmál að þrjár litlar kjötbollur dugi öllum, stórum sem smáum, feitum sem mjóum? Svöngum táningum? Keppendur voru sumsé skammaðir fyrir græðgi og sagt að einhverjir aftast í röðinni hefðu komið að tómum kjötfötum. Ekki nóg með það heldur kvarta mótshaldarar yfir matgræðgi keppenda á heimasíðu mótsins! Sjá kvart og kvein á: skoleskak.dk/nm2005
Maður er bara galhneykslaður, svei attan.
Annars hvet ég alla skákáhugamenn sem lesa bloggið mitt að fylgjast með úrslitum á skák.is eða skoleskak.dk
föstudagur, september 16, 2005
Lille Danmark
Sólin skín í "Kalövig sejl- og kursuscenter" en þar er ég stödd akkúrat núna (rétt hjá Árósum). Er hér á móti sem þið getið lesið um: www.skoleskak.dk/nm2005
Hér er gaman. Veðrið frábært, aðstaðan fín. Erum 8 í íslenska hópnum; tvær mömmur, fimm skákstrákar og einn leiðtogi (Torfi Leósson, snillingur). Erum í huggulegu húsi þar sem eru fjögur tveggja manna herbergi og tvö baðherbergi. Hér er stór smábátahöfn (hmm...já, það eru til stórir dvergar og litlir risar). Það er svo fallegt hér og Danirnir eru vinalegir og ég er svo spennt.
Ferðin gekk vel. Eftir flugið tók við ríflega þriggja tíma lestarferð. Leiðtoginn sat allan tímann með lopahúfu yfir augunum og lék blindskák/fjöltefli við liðið. Úrslit urðu þessi: Torfi vann þrjár skákir (Villa, Einar og Aron) en tapaði fyrir Daða og Matta. Reyndar kláruðust ekki alveg skákirnar við Aron og Matta (við þurftum að stíga út úr lestinni) en Matti var með unna stöðu og Aron tapaða þegar við pökkuðum saman. Lestarferðin var sérstök. Návígi við fimm 14 ára drengi er bráðskemmtilegt, en hefur einn óskost. Skal gefa ykkur eina vísbendingu: smells like teen spirit. Ég kann ekki við að reka aðra en minn í bað.
Við komu á mótsstað vildi enginn kannast við okkur. Enginn vissi neitt og allir héldu að við værum Færeyingar (getur verið að danskan mín hljómi ekki eins og hjá Dana??). Danskur heimilisfaðir á sokkaleistunum, gekk út úr sínu litla rauða húsi og fann fyrir okkur mann sem vissi eitthvað um mótið. Heimilisfaðirinn var vinalegur náungi (sem þarf örugglega að fá sér nýja sokka).
Hér er líka lið frá MH, því Norðurlandamót í framhaldsskólaskák fer fram samtímis grunnskólamótinu. Þegar ég sat til borðs í gærkvöldi með MHingunum, sá ég í anda strákana mína (alla fimm) eftir svona 3-4 ár. Menntskælingarnir ætluðu sko að kíkja í bæinn eftir matinn, þótt leiðtogi þeirra, allnokkuð við aldur, tæki með þreytulegu andvarpi undir slíkar hugmyndir. Enda fór hann snemma í rúmið kallanginn og lið MH mætti ekki kl. 8 í morgunmatinn.
Annars var ég klukkuð af hrekkjusvíninu Ástu. Verð því að segja 5 hluti um sjálfa mig.
1. Er dreymin og sérvitur
2. Nota skó nr.37
3. Finnst gott að láta klóra mér á bakinu
4. Hef aldrei bragðað Fisherman´s Friend snafs
5. Á þrjú frábærustu börn í heimi
Ég klukka Jenný frænku, Pétur, Geir frænda og Æri.
Hér er gaman. Veðrið frábært, aðstaðan fín. Erum 8 í íslenska hópnum; tvær mömmur, fimm skákstrákar og einn leiðtogi (Torfi Leósson, snillingur). Erum í huggulegu húsi þar sem eru fjögur tveggja manna herbergi og tvö baðherbergi. Hér er stór smábátahöfn (hmm...já, það eru til stórir dvergar og litlir risar). Það er svo fallegt hér og Danirnir eru vinalegir og ég er svo spennt.
Ferðin gekk vel. Eftir flugið tók við ríflega þriggja tíma lestarferð. Leiðtoginn sat allan tímann með lopahúfu yfir augunum og lék blindskák/fjöltefli við liðið. Úrslit urðu þessi: Torfi vann þrjár skákir (Villa, Einar og Aron) en tapaði fyrir Daða og Matta. Reyndar kláruðust ekki alveg skákirnar við Aron og Matta (við þurftum að stíga út úr lestinni) en Matti var með unna stöðu og Aron tapaða þegar við pökkuðum saman. Lestarferðin var sérstök. Návígi við fimm 14 ára drengi er bráðskemmtilegt, en hefur einn óskost. Skal gefa ykkur eina vísbendingu: smells like teen spirit. Ég kann ekki við að reka aðra en minn í bað.
Við komu á mótsstað vildi enginn kannast við okkur. Enginn vissi neitt og allir héldu að við værum Færeyingar (getur verið að danskan mín hljómi ekki eins og hjá Dana??). Danskur heimilisfaðir á sokkaleistunum, gekk út úr sínu litla rauða húsi og fann fyrir okkur mann sem vissi eitthvað um mótið. Heimilisfaðirinn var vinalegur náungi (sem þarf örugglega að fá sér nýja sokka).
Hér er líka lið frá MH, því Norðurlandamót í framhaldsskólaskák fer fram samtímis grunnskólamótinu. Þegar ég sat til borðs í gærkvöldi með MHingunum, sá ég í anda strákana mína (alla fimm) eftir svona 3-4 ár. Menntskælingarnir ætluðu sko að kíkja í bæinn eftir matinn, þótt leiðtogi þeirra, allnokkuð við aldur, tæki með þreytulegu andvarpi undir slíkar hugmyndir. Enda fór hann snemma í rúmið kallanginn og lið MH mætti ekki kl. 8 í morgunmatinn.
Annars var ég klukkuð af hrekkjusvíninu Ástu. Verð því að segja 5 hluti um sjálfa mig.
1. Er dreymin og sérvitur
2. Nota skó nr.37
3. Finnst gott að láta klóra mér á bakinu
4. Hef aldrei bragðað Fisherman´s Friend snafs
5. Á þrjú frábærustu börn í heimi
Ég klukka Jenný frænku, Pétur, Geir frænda og Æri.
miðvikudagur, september 14, 2005
Jæja,
við Matti skundum í argabítið á skákþing í Árósum og kallinn staddur í Noregi og þessi fjölskylda er þá orðin í meira lagi dreifð. Kannski tekst mér að blogga í ríki Dana, ef ég skyldi finna heitan reit á kaffihúsi þar. Stefni á það. Sit hér annars með félaga mínum Tuborg til að geta heilsað Dönum þannig að þeir finni strax fyrir andlegum skyldleika við mig. Þetta var afsökun. Ég er bara svona gefin fyrir sopann. Einmitt.
þriðjudagur, september 13, 2005
Kræklingar, vellingar og aðrir ingar.
Kona frá Sauðárkróki er Sauðkræklingur, íbúi Eskifjarðar er Eskfirðingur, gaur frá Hvolsvelli er Hvolsvellingur, maður frá Hellu er... Hellingur. Kunnið þið fleiri svona?
mánudagur, september 12, 2005
Turn around...
every now and then I get a little bit lonely...every now and then I fall apart....and if you only hold me tight, we´ll be holding out forever...I don´t know what to do...every now and then I get a little bit terrified but then I see the look in your eyes...I really need you tonight...forever´s gonna start tonight.
"Total eclipse of the heart" með Bonnie Tyler, gjöriðisvovel. Annað uppáhaldslagið mitt um þessar mundir. Tek hástöfum undir með Bonnie, angurværðin uppmáluð við uppvaskið. Sonum mínum finnst ég hlusta fulloft og fullhátt á þetta lag í eldhúsinu. Hljómar e.t.v. pínu kúnstugt en drengirnir mínir æpa oft: æ, lækkaðu þetta mamma!
Hitt uppáhaldslagið mitt: "Smells like teen spirit" með Nirvana. Eitt albesta lag sem samið hefur verið. Ever. Hlusta á það í bílnum og syng svo hátt og rokka með að það er bara ábyggilega ferlegt að sjá. Mér er slétt sama. Á það reyndar til að klemma saman augun (sem er óheppilegt í akstri) í dúndurfílíngi.
Þriðja uppáhaldslagið mitt (já, auðvitað eru þau miklu fleiri en tvö): When a man loves a woman.
Fjórða uppáhaldslagið mitt: I can´t help falling in love with you (með Brian Adams að sjálfsögðu).
Fimmta uppáhaldslagið mitt: Had to say I love you in a song...með Jim Croce. Þrjú síðastnefndu afar rómantísk og þá dreymir mig um heitan vangadans í stíl. Fátt yndislegra (ef ég man rétt).
Jamms. Þannig er það nú. Kallbeyglan á leið til Noregs í fyrramálið. Og við Matti leggjum land undir fót á fimmtudaginn. Nú er það Norðurlandamótið í skólaskák, haldið í Árósum. Er eitthvað hægt að gera í Árósum? Vona að ég drepist ekki úr leiðindum.
"Total eclipse of the heart" með Bonnie Tyler, gjöriðisvovel. Annað uppáhaldslagið mitt um þessar mundir. Tek hástöfum undir með Bonnie, angurværðin uppmáluð við uppvaskið. Sonum mínum finnst ég hlusta fulloft og fullhátt á þetta lag í eldhúsinu. Hljómar e.t.v. pínu kúnstugt en drengirnir mínir æpa oft: æ, lækkaðu þetta mamma!
Hitt uppáhaldslagið mitt: "Smells like teen spirit" með Nirvana. Eitt albesta lag sem samið hefur verið. Ever. Hlusta á það í bílnum og syng svo hátt og rokka með að það er bara ábyggilega ferlegt að sjá. Mér er slétt sama. Á það reyndar til að klemma saman augun (sem er óheppilegt í akstri) í dúndurfílíngi.
Þriðja uppáhaldslagið mitt (já, auðvitað eru þau miklu fleiri en tvö): When a man loves a woman.
Fjórða uppáhaldslagið mitt: I can´t help falling in love with you (með Brian Adams að sjálfsögðu).
Fimmta uppáhaldslagið mitt: Had to say I love you in a song...með Jim Croce. Þrjú síðastnefndu afar rómantísk og þá dreymir mig um heitan vangadans í stíl. Fátt yndislegra (ef ég man rétt).
Jamms. Þannig er það nú. Kallbeyglan á leið til Noregs í fyrramálið. Og við Matti leggjum land undir fót á fimmtudaginn. Nú er það Norðurlandamótið í skólaskák, haldið í Árósum. Er eitthvað hægt að gera í Árósum? Vona að ég drepist ekki úr leiðindum.
laugardagur, september 10, 2005
Sipp og snúsnú mont.
Uppgötvaði dulda hæfileika í dag. Fór í sipp og snúsnú með Hjalta og Ástu. Hef ekki stundað þessa íþrótt síðan ég var ca. 10 ára en viti menn, ég hef engu gleymt. Svei mér þá. Hjalti bað mig að hoppa afturábak á öðrum fæti sippandi í kross og með augun lokuð og ég sagði bara: ekkert mál. Og gerði það. Svo sippaði ég í einni bunu mest 134 sinnum. Og sló börnunum mínum rækilega við. HA! En mikið rosalega verður maður þreyttur á að sippa - þetta hlýtur að vera býsna góð æfing fyrir hjartað. Held það bara. Ætla sumsé að taka upp sipp og snúsnú, verð bara að fá mér steypustyrktan brjóstahaldara fyrst.
föstudagur, september 09, 2005
Kynleg kvein.
Vill svo til að ég vinn með nokkrum miðaldra karlmönnum. Þetta eru upp til hópa ágætisgrey, sumir ágætari en aðrir en þeir eiga eitt sameiginlegt. Þeir kvarta. Kvarta yfir því hvað það sé nú erfitt að vera karlmaður. Kvarta yfir því að þeir skuli þurfa að elda, þrífa klósett og ég tala nú ekki um strauja. Þeir kvarta yfir því að þeir séu varla karlmenn lengur, séu að verða að kellingum. Einn viðurkenndi m.a.s. feimnislega um daginn að hann hefði haft skoðanir á gardínum og þá erum við nú að tala um næstabævið geldingu (í þeirra augum). Þetta er vont mál. Arfavont. Enda dæsa þeir daprir í bragði og hengja haus og við það mæta augu þeirra velmegunarístrunni. Andvarpa þeir þá enn sárar og segjast jafnvel orðnir náttúrulausir. Mér rennur til rifja þetta ástand minna góðu vina og félaga. Hvað getur maður gert? Er til stuðningshópur fyrir karlmenn sem eru ráfandi og týndir í kynjahlutverkinu? Æ, annars, stuðningshópar eru örugglega kellingaleg hugmynd. Er hægt að senda þessa karla í karlmennskubúðir (og þá er ég ekki að tala um búðir eins og í Kringlunni, guðhjálpimér). Ég vildi að ég gæti veitt samstarfsfélögum mínum lið en hef engin ráð. Það sem verra er, mér skilst á þeim að þetta sé allt konum að kenna, heimtufrekjunni í okkur. Ykkur að segja er óþægilegt að hafa á samviskunni að hafa rústað þessum fyrrum spræka stofni - íslenskum karlmönnum. Illt ef satt reynist.
Karlarnir breima og bágindi sýna
bugaðir menn.
Eru þeir búnir tólinu´ að týna
eða tollir það enn?
Sjálf hef ég aldrei velkst í vafa um kynhlutverk mitt. Frá því ég man eftir mér hefur mér þótt gott að vera kvenkyns. Það er bara nákvæmlega það sem ég vil vera. Kona. Man reyndar eftir örstuttu tímabili í bernsku þar sem ég pældi svolítið í því hvernig það væri að vera strákur, en þá var ég 5-6 ára gömul. Mér þótti rosalega flott hvernig strákar pissuðu, hvernig þeir stóðu við postulínið og bunan sprautaðist út um allt. Þetta var eftirsóknarvert að mínu mati. Þetta vildi ég prófa. Fór því einn daginn í nátttreyjuna mína þannig að ég tróð fæti í aðra ermina, stóð ofaná klósettinu og bjó til tippi úr hinni erminni. Svo sprændi ég. Bunan sprautaðist ekki mikilfenglega út úr erminni (eins og til stóð), heldur lak bara í blárósótt flúnelið og allt varð rennandi blautt. Svoleiðis fór það nú. Málið afgreitt. Been there, done that. Betra að vera stelpa.
Karlarnir breima og bágindi sýna
bugaðir menn.
Eru þeir búnir tólinu´ að týna
eða tollir það enn?
Sjálf hef ég aldrei velkst í vafa um kynhlutverk mitt. Frá því ég man eftir mér hefur mér þótt gott að vera kvenkyns. Það er bara nákvæmlega það sem ég vil vera. Kona. Man reyndar eftir örstuttu tímabili í bernsku þar sem ég pældi svolítið í því hvernig það væri að vera strákur, en þá var ég 5-6 ára gömul. Mér þótti rosalega flott hvernig strákar pissuðu, hvernig þeir stóðu við postulínið og bunan sprautaðist út um allt. Þetta var eftirsóknarvert að mínu mati. Þetta vildi ég prófa. Fór því einn daginn í nátttreyjuna mína þannig að ég tróð fæti í aðra ermina, stóð ofaná klósettinu og bjó til tippi úr hinni erminni. Svo sprændi ég. Bunan sprautaðist ekki mikilfenglega út úr erminni (eins og til stóð), heldur lak bara í blárósótt flúnelið og allt varð rennandi blautt. Svoleiðis fór það nú. Málið afgreitt. Been there, done that. Betra að vera stelpa.
miðvikudagur, september 07, 2005
Langalangalangamma mín...
hét Guðný Jónsdóttir, betur þekkt sem Guðný frá Klömbrum. Hún fæddist í Hörgárdal árið 1804 og lést á Raufarhöfn árið 1836. Banamein hennar var ást.
Maður Guðnýjar var séra Sveinn Níelsson. Hann yfirgaf Guðnýju eftir átta ára hjónaband og olli skilnaðurinn henni slíkum harmi að hún veslaðist upp og dó.
Sveini var lýst svo: "Sveinn var með afbrigðum glæsilegur maður, hár, herðibreiður og svipmikill. Hann var skapstór, stilltur, en þykkjuþungur. Nokkuð þótti hann viðkvæmur fyrir sjálfum sér og jafnvel hégómagjarn." Guðnýju var lýst svo: "Guðný var smávaxin og fínbyggð og meira hneigð til söngs, ljóðagerðar og bóklesturs en búsýslu.... Hún var annáluð fyrir góðsemi sína og hjartahlýju." Um samskipti þeirra hjóna segir svo: "Ekki munu hjónin hafa verið skaplík, og sagnir eru til um árekstra í hjónabandi þeirra. Bera þær sagnir það með sér, að þrátt fyrir gáfur og menntun séra Sveins hafi Guðný verið honum snjallari á ýmsum sviðum....Bæði hjónin ortu ljóð og vísur, en ekki lék á tveim tungum, hvort þeirra var snjallara á því sviði. Viðkvæmni Sveins vegna andlegra yfirburða konu hans verður aðeins skilin sem afleiðing af stolti hans og óvenjulegri tilfinningasemi fyrir sjálfum sér." (Guðnýjarkver, 1951)
"Sit ég og syrgi" eftir Guðnýju frá Klömbrum.
Sit ég og syrgi mér horfinn
sárt þreyða vininn,
er lifir í laufgræna dalnum
þótt látin sé ástin.
Fjöll eru og firnindi vestra
hann felst þeim að baki.
Gott er að sjá þig nú sælan,
þá sigrar mig dauðinn.
Heldur var hart þér í brjósti,
að hót ei nam klökkna,
er sviptir mig samvist og yndi,
mér svall það um hjarta.
Horfið var mál það af harmi,
er hlaut þig að kveðja,
sárt réð þig gráta úr garði,
eg græt þig til dauða.
Leiðast mér langvinnir dagar,
en lengri þó nætur,
heims er því horfin öll kæti,
til himna vill sálin.
Sorgin mér syrtir í augum,
ég sé ekki að ganga,
en veit að fá eru fetin,
unz fæ að sjá ljósið.
Leizt mig títt ljúfur í hjarta,
ég leit þig á móti.
Leiðstu mig illa, er áttir,
en eg leit þig kæran.
Lýttir mig sök fyrir litla,
því líða má harma.
Þú lítur mig loksins á hæðum,
en lýtir þá ekki.
Mér hefur alltaf þótt vænt um formóður mína, hana Guðnýju frá Klömbrum.
Maður Guðnýjar var séra Sveinn Níelsson. Hann yfirgaf Guðnýju eftir átta ára hjónaband og olli skilnaðurinn henni slíkum harmi að hún veslaðist upp og dó.
Sveini var lýst svo: "Sveinn var með afbrigðum glæsilegur maður, hár, herðibreiður og svipmikill. Hann var skapstór, stilltur, en þykkjuþungur. Nokkuð þótti hann viðkvæmur fyrir sjálfum sér og jafnvel hégómagjarn." Guðnýju var lýst svo: "Guðný var smávaxin og fínbyggð og meira hneigð til söngs, ljóðagerðar og bóklesturs en búsýslu.... Hún var annáluð fyrir góðsemi sína og hjartahlýju." Um samskipti þeirra hjóna segir svo: "Ekki munu hjónin hafa verið skaplík, og sagnir eru til um árekstra í hjónabandi þeirra. Bera þær sagnir það með sér, að þrátt fyrir gáfur og menntun séra Sveins hafi Guðný verið honum snjallari á ýmsum sviðum....Bæði hjónin ortu ljóð og vísur, en ekki lék á tveim tungum, hvort þeirra var snjallara á því sviði. Viðkvæmni Sveins vegna andlegra yfirburða konu hans verður aðeins skilin sem afleiðing af stolti hans og óvenjulegri tilfinningasemi fyrir sjálfum sér." (Guðnýjarkver, 1951)
"Sit ég og syrgi" eftir Guðnýju frá Klömbrum.
Sit ég og syrgi mér horfinn
sárt þreyða vininn,
er lifir í laufgræna dalnum
þótt látin sé ástin.
Fjöll eru og firnindi vestra
hann felst þeim að baki.
Gott er að sjá þig nú sælan,
þá sigrar mig dauðinn.
Heldur var hart þér í brjósti,
að hót ei nam klökkna,
er sviptir mig samvist og yndi,
mér svall það um hjarta.
Horfið var mál það af harmi,
er hlaut þig að kveðja,
sárt réð þig gráta úr garði,
eg græt þig til dauða.
Leiðast mér langvinnir dagar,
en lengri þó nætur,
heims er því horfin öll kæti,
til himna vill sálin.
Sorgin mér syrtir í augum,
ég sé ekki að ganga,
en veit að fá eru fetin,
unz fæ að sjá ljósið.
Leizt mig títt ljúfur í hjarta,
ég leit þig á móti.
Leiðstu mig illa, er áttir,
en eg leit þig kæran.
Lýttir mig sök fyrir litla,
því líða má harma.
Þú lítur mig loksins á hæðum,
en lýtir þá ekki.
Mér hefur alltaf þótt vænt um formóður mína, hana Guðnýju frá Klömbrum.
mánudagur, september 05, 2005
Hei gaur!
Eitt sinn var Ómar Ragnarsson staddur á Ingólfstorgi í guðveithvaða erindagjörðum. Renndi sér þá snögglega upp að honum hjólabrettatöffari nokkur, otaði fingri að hinum landsfræga fréttamanni og sagði: "Hei gaur. Ýkt bæld stöð sem þú vinnur hjá."
Þessi saga kemur ekki nokkrum sköpuðum hrærandi hlut við.
Þessi saga kemur ekki nokkrum sköpuðum hrærandi hlut við.
sunnudagur, september 04, 2005
Friðarlíkur?
Var að hjálpa 10 ára syni mínum með heimavinnuna fyrir kristinfræði. Verkefnið fólst m.a. í því að teikna kort af svæðinu við botn Miðjarðahafs eins og það leit út þegar Móses arkaði með þjóð sína á leið til fyrirheitna landsins. Vel gekk að teikna þetta kort, enda skýr mynd af því í bókinni Brauð lífsins fyrir grunnskólanema. Síðan átti hann að teikna kort af svæðinu eins og það er í dag. Þá vandaðist heldur málið. Kortabók heimilisins er forngripur mikill að vöxtum, Brittanica Atlas, stúdentsgjöf til mín frá gömlum kærasta (já, ég veit, rómantísk gjöf). Ég fletti upp á Ísrael í 2000 blaðsíðna indexinum og rýndi í kortið. Fyrir fáfróðan eyjaskeggja eru landamæri Ísraels æði flókin en ég þóttist þó greina útlínur fyrirheitna landsins og önnur svæði eins og Gasa og Vesturbakkann (en hvað af þessu var nákvæmlega Ísrael?). Kallaður var til vitringur heimilisins, Pétur. Jukust þá vandræðin um allan helming, því hann fór að röfla um Jomm Kippúr stríðið og 6 daga stríðið og við þetta snarminnkaði skilningur okkar Hjalta á máli málanna - hvar er Ísrael á kortinu? Skemmst er frá því að segja að ég varð ofboðslega pirruð út í kallinn og hann varð ákaflega pirraður á móti. Deilur við við botn Faxaflóans stigmögnuðust og litli grunnskólaneminn varð fórnarlamb þessa stríðs og veit ekki enn hvar Ísrael er á kortinu, en situr uppi með beyglað verkefnablað, þar sem foreldrar hans í stríðsham strikuðu og strokuðu út á víxl útlínur fyrirheitna landsins.
Ein spurningin sem Hjalti átti að svara var svona: Af hverju lesum við þessar sögur aftur og aftur? Góð spurning. Gamla testamentið er klassík.
Ein spurningin sem Hjalti átti að svara var svona: Af hverju lesum við þessar sögur aftur og aftur? Góð spurning. Gamla testamentið er klassík.
föstudagur, september 02, 2005
Sínu máli talan talar...
og ekki alltaf þannig að við dauðlegir menn skiljum. Var heima í gær að vinna í rannsókninni minni, enda með allt á hælunum í sambandi við skrif og frágang niðurstaðna. Þar sem ég rýndi í einn bunkann (þar sem voru þeir sem stóðu sig verst í lestrarprófinu) rakst ég á einstakling sem mér fannst nú ekki svo slæmur...hmmm...hugsaði ég, þetta er skrítið, af hverju er þessi náungi í 10% verstu? Sendi aðferðafræðingi mínum póst og gekk svo á með sendingum þar sem ég lét mig ekki þótt hún teldi að ég væri að verða vitlaus (að efast um tölur sem spýttust út úr spss forritinu hennar). Hún féllst að lokum á að kíkja á þetta, með semingi og andvarpi. Hringdi stuttu seinna í mig og það fyrsta sem hún sagði var: hvað voruð þið búin að birta? ARG, skelfing. Sem betur fer höfðum við aðeins birt niðurstöður um lestrarvenjur, en ekki prófið. Allar tölur út úr prófinu voru nefnilega meira eða minna vitlausar. Ég sat því sveitt við í gær og hún líka og milli okkar gengu 20 símtöl og 40 tölvupóstar. Hún skildi hvorki upp né niður í því hvernig þetta hafði gerst en líklegasta skýringin er að excel og spss forritin hafi lent í tungumálaerfiðleikum. Mjög stressandi dagur.
Skrítið að vinna svona heima. Hér mætti, as per júsúal, heill haugur af frískum drengjum eftir skóla. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, baka pönnsur og gefa á garðann og gleðja líka kallinn sem væntanlegur var frá Amsterdam síðdegis. Bakaði heila Hallgrímskirkju af pönnsum, kallaði í drengina og sneri mér að því að laga kaffi. Leit við og Hallgrímskirkja var horfin. Drengirnir gleyptu í sig háan staflann á 2 mínútum, og þegar kallinn kom heim fékk hann bara ilminn af pönnsunum.
Títtnefnd talnavandræði minna mig, ekki spyrja af hverju, á vísu eftir snillinginn Þuru í Garði sem ég hef alltaf haldið mikið upp á:
Morgungolan svala svalar
syndugum hugsunum
sínu máli talan talar
talan úr buxunum.
Skrítið að vinna svona heima. Hér mætti, as per júsúal, heill haugur af frískum drengjum eftir skóla. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, baka pönnsur og gefa á garðann og gleðja líka kallinn sem væntanlegur var frá Amsterdam síðdegis. Bakaði heila Hallgrímskirkju af pönnsum, kallaði í drengina og sneri mér að því að laga kaffi. Leit við og Hallgrímskirkja var horfin. Drengirnir gleyptu í sig háan staflann á 2 mínútum, og þegar kallinn kom heim fékk hann bara ilminn af pönnsunum.
Títtnefnd talnavandræði minna mig, ekki spyrja af hverju, á vísu eftir snillinginn Þuru í Garði sem ég hef alltaf haldið mikið upp á:
Morgungolan svala svalar
syndugum hugsunum
sínu máli talan talar
talan úr buxunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)