miðvikudagur, október 22, 2008

Smá útrás

Ég er svo bandbrjáluð úr reiði og almennri frústrasjón yfir öllu þessu helvítis kjaftæði um að "við" höfum eytt um efni fram og verðum að gjalda fyrir bruðlið og ...

Þessi sektarkennd sem verið er að koma inn hjá þjóðinni, hún loðir við mann eins og lykt af lauk. Hata það að vera refsað fyrir glæpi annarra. Af hverju er ekki hlustað á fólk eins og þessa konu?

Af hverju gera ráðamenn þjóðarinnar ekkert nema loðmæla og lúffa fyrir Bretabullum?

Svo er ég algjörlega sammála Agli hér, hvað verður gert fyrir "varfærna fólkið", okkur sem horfum á eignir étast upp vegna þeirrar svívirðu sem nefnist verðtrygging húsnæðislána? Okkur sem ekki tókum myntkörfulán fyrir éppa?

Lesið það sem stendur hér og ég ragmana ykkur til að mótmæla. Það er meira púkó að sitja heima og tuða en að fara út á götu og brjálast út í steingeld yfirvöld og glæpamenn sem hafa stolið frá þjóðinni. Það er ekki púkó að mótmæla óréttlæti.

Dauði og djöfull hvað ég er reið!

Engin ummæli: