miðvikudagur, október 29, 2008

Einblínis punktar

  • Mamma gaf mér slátur, það var mjög gott. Borðuðum það með stöppuðum kartöflum, rófum og smjöri. Hjálmari finnst skrítið að ég hafi til skamms tíma borðað vambirnar með bestu lyst. Held að ég sé afbrigðilega ómatvönd (matóvönd?). Borða allt nema ýsu *fuss og fne!*
  • Í gær kveikti ég næstum í húsinu við að steikja kleinur ofan í samstarfsfólk mitt og í morgun gleymdi ég kleinudunkinum heima. Þurfti að keyra 34 km til að bjarga því.
  • Kleinudunkurinn lá á koddanum við hliðina á heilanum mínum og fór vel á með þeim öllum þremur. Dunkurinn hló hátt og sló sér á lær, en koddinn var doldið bældur.
  • Síðdegis hringdi í mig dimmrödduð kona sem sagðist hafa talað við mig í gærkvöld og spurði ég hana forviða hvað ég hefði sagt. Hún sagði að ég hefði lofað að gefa sér eldavél.
  • Hjálmar synti í sjónum í dag. Það finnst mér svalt.
  • Bráðum verðum við Kúba. Bandaríkjamenn eru kúkar við Kúbu og Bretar eru kúkar við okkur. Færeyingar eru góðir og ég mun aldrei styðja viðskiptabann á þá, hvað þá setja þá á hryðjuverkalista. Ég er góð stúlka.

Engin ummæli: