mánudagur, október 06, 2008

Betri eru hyggjur en áhyggjur

"Gleðilega kreppu, elsku baunin mín", sagði hann og tók þétt utan um mig. Æðrulaus, þrátt fyrir aðstæður sem myndu reka margan manninn í volandi uppgjöf.

Svo spilaði hann fyrir mig þetta lag og ég fór að hlæja. Við það hristist hnúturinn í maganum og svei mér ef losnaði ekki aðeins um hann.

Ég er heppin.

Engin ummæli: