fimmtudagur, október 30, 2008

Gillemojið

Lærði nýtt orð í dag. Gillemojið. Já, bara allt gillemojið. Svo er dippidúttur ljómyrði sem ég held að Nanna matargúrú hafi bakað í sínu frjóa höfði.

Þegar ég var lítil og þver sagði pabbi: Ekkert þras með Gæja gas! Heima hjá Rúnu vinkonu var viðkvæðið: Ekkert múður með Lalla lúður!

Nú ætla ég að stytta mér stundir:

Ekkert bögg með Skara skrögg
Ekkert þref með Steinu Stef
Ekkert tuð með Gullu Guð
Ekkert diss með Sigga piss
Engan kjaft með Skúla Skaft
Ekkert væl með Bogga bræl
Ekkert píp með Konna kríp
Enga steypu með Hönnu hleypu
Ekkert blogg með Gunna gogg

Ef þið líðið um í tilgangsleysi og óviti eins og ég, megið þið bæta við listann. Vitanlega. En ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Engin ummæli: