laugardagur, október 04, 2008

Ó, hve létt er þitt skóljóð

Misjafnt er hvernig fólk bregst við horuðum kúm í faraóskum skilningi. Allnokkrir sjá fyrir sér fall siðmenningarinnar við þessar efnahagsþrengingar sem sjálfsagt ganga yfir eins og hver önnur ísöld. Ýmsir fyllast kvíða og vanlíðan. Horfa tárvotum augum út um glugga skuldsetts Range Roversins. Aðrir stinga banana í eyrun og kyrja grípandi auglýsingastef. Einhverjir detta ofan í doktor Phil og plastfólkið. Sumir ætla til Póllands að leita sér að vinnu og senda peninga heim. Ríkisbubbarnir stinga höfðinu í gullsandinn. Blankir verða blankari.

Sjálf hef ég tilhneigingu til að kaupa mér ljóðabækur og skó.

Engin ummæli: