fimmtudagur, október 09, 2008

Nigericelandia

Í gær var ég á Skólavörðustígnum og sá unga fallega konu bogra við að koma barni sínu fyrir í bílstól. Á sama tíma staulaðist gömul kona þar hjá, með skuplu yfir hvítu hárinu og í lúinni kápu. Allt í einu laust þeirri hugsun niður í kollinn minn að ég væri heppin að vera ekki ung, vildi miklu heldur vera hundgömul. Ég skammast mín fyrir þennan þankaling, en vonleysið í kringum mann er þrúgandi. Vildi óska að eitthvað væri í fréttum annað en fjármál og hrun og hvað Bretar, Danir, Hollendingar, Finnar og allir séu reiðir út í Íslendinga, og að það verði ekki til matur og allir missi vinnuna og allt fari á hausinn og....

Baggalútur gerir nú um stundir meira fyrir geðheilsu mína en 10 sálfræðingar og 17 spaugstofur. Og smá vonarglæta. Ég fékk þetta, að því er virðist ábatasama bréf, sent í pósti í dag:

Honnorabble reeder!


I hop this letter finds you blessd with good helth.

Pls. let me interoduce me. I am Johannes Asgeir Jo brother of well known icelandic busness man.

Just before my brotha disappear he store 30 mill US$ in local storage facilty Rumfatalager.

I now need your help to free this 30 mill US$ CASH!

I am villing to split with you 60/50 on this deel.

Plrase keep this letter a secret, as there are many that would vant a slæs of this tasty kake.

Reply to my email noriskguaranteed@darkside.is

Your brother in faith

Johannes Asgeir Jo

esq.

Engin ummæli: