föstudagur, október 10, 2008

Geirmundur Brún er fauti

Ég hélt langa og tilfinningaþrungna ræðu yfir forviða samstarfsfólki mínu í morgunkaffinu. Finn hve reiðin yfir fádæma ósanngirni Gordon Brown gagnvart Íslendingum blæs mér í brjóst afl til að lifa af enn einn hrundaginn. Mig langar að stilla herra Brún upp við vegg og æpa á hann: Pick on someone your own size, blöðruselurinn þinn!

Las áðan þessa frábæru færslu, get skrifað undir hvert orð hér.
Vildi óska að einhver verði okkur þarna í Bretlandi, það gengur ekki að taka því þegjandi að Íslandi sé kennt um þá kreppu sem gengur yfir heimsbyggðina. Fjandakornið, ef við erum litla þúfan sem velti því hlassi öllu saman, þá erum við sko stórasta litla þúfan í sögu mannkyns.

Auk þess tel ég að augabrúnir Aðalsteins Elskulegs færu prýðilega við efrivör Huggýjar.

Engin ummæli: