Helgin var róleg.  Eiginlega ekkert gerðist hjá mér, en þó þetta:
1.  Varð vitni að athyglisverðri vínsmökkun (við sögu kom kokkurinn, þjónnin, flöskustúturinn og Faxi)
2.  Hitti sérstakt fólk sem brast í háværan, tilfinningaþrunginn söng annað veifið (án atrennu)
3.  Ég næstum dó úr óbeinum reykingum 
4.  Ók ókunnri fegurðardís á djammið, og þegar hún var spurð hvert hún ætlaði sagði hún:  "keyrðu bara í Tjörnina"
5.  Sá svarta kanínu fara af alefli úr hárum yfir eiganda sinn sem var í hvítum bol - töff töff töff 
6.  Lét mér líða vel
7.  Naut gestrisni alvöru Sama og át hjá honum lamb (en ekki hreindýr)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli