fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleði gleði

Þið farið nú kannski að verða þreytt á allri þessari gleði, en ég ætla samt að bauna á ykkur nokkrum ástæðum fyrir kraumandi lífsþorstanum.

1. Ítalska eldrauða kaffivélin mín, Café Retro frá Ariete. Dásamlegt kaffi.
2. Göngutúrinn sem ég fór í áðan með mömmu og strákunum mínum. Ísköld mjólk og kleinur á eftir og svo hlógum við að því hvað Bolla, kisan hennar ömmu, er vitlaus.
3. Lagið She með Elvis Costello. Kertaljós, maður sem elskar mig og ég hann, vangadans. Læt mig dreyma um slíkt og það er harla gott.
4. Börnin mín. Þau eru yndisleg.

Ef ykkur finnst öll þessi gleði þreytandi þá get ég glatt ykkur (!) með því að ég keypti mér áðan óvart apalegan disk. Keypti í misgripum disk með...panflautulögum. Komið með æluskálina, pronto!

Engin ummæli: