sunnudagur, apríl 16, 2006

Fór í fermingarveislu

og hitti þar ágætan frænda minn sem iðulega segir skemmtilegar sögur. Ég hló mikið í veislunni en man bara eina. Hún er stutt.

Frændi sagði frá manni einum, grafara í dönskum kirkjugarði, sem sagði oft og tíðum "Paul MacCartney" (hörð áhersla á KARTNEI-ið). Hallaði sér að fólki sem honum leist á og sagði þetta í samsærislegum tóni. Fátt annað af viti kom uppúr grafaranum. Góður fyrir sinn hatt.

Ykkur finnst þetta e.t.v. ekki ýkja fyndin saga. Það er nokkuð til í því. En þið hefðuð bara þurft að vera á staðnum.

Engin ummæli: