mánudagur, apríl 17, 2006

Leti og vellíðan

Gerði nákvæmlega ekkert um páskana annað en að láta mér líða vel. Bestu páskar sem ég man eftir.

Loksins er ég að læra þetta sem allir hafa verið að tala um, allt mitt líf. Þetta sem mér hefur alltaf verið sagt að ég næði aldrei tökum á. Að slappa af.

Að slaka á getur verið góð skemmtun. Leti er vanmetin.


Munið eftir að lesa ljóðið hennar Ástu minnar í Fréttablaðinu á morgun. Ef þið nennið.

Engin ummæli: