fimmtudagur, apríl 06, 2006

Talandi um appelsínur

Í þriðja eða fjórða kaffitímanum í dag skutlaði ég appelsínuberki í alvörugefinn lækni. Lenti börkurinn í andliti hans svo af féllu gleraugun. Tvennt kom á óvart, hittni mín og slagkraftur barkarins. Við höggið brá læknirinn varla svip en stóð upp og hellti kaffi yfir appelsínuna mína.

Kinkí að borða kaffibleytta appelsínu. Finnst það betra en greip.

Engin ummæli: