mánudagur, ágúst 01, 2005

Mér finnst mjög dularfullt...

já, bara algerlega óskiljanlegt, að strákarnir mínir skuli ekki nenna að taka til. Það sést ekki í gólf í herbergjunum þeirra fyrir drasli (dóttir mín er reyndar líka svona en ég er löngu hætt að býsnast yfir því). Dæmigerð samtöl á heimilinu er svona:

Baun: Matti minn, taktu nú til í herberginu þínu.
Matti: Æ, ég nenni því ekki núna.
Baun: Jú, þú veist að þú þarft að gera það hvort sem er.
Matti: Ég geri það kannski á morgun.

Baun: Hjalti minn, taktu nú til í herberginu þínu.
Hjalti: Nei.

Ég hef komist að því að "núna" er aldrei rétti tíminn til að taka til. Eins er því farið þegar ég rek drengina í bað. Þá er "á morgun" alltaf heppilegri tímasetning. Merkilegt. Ætla að finna lausn á þessu athyglisverða vandamáli. Á morgun.

Engin ummæli: