föstudagur, ágúst 26, 2005

Leðurstígvél.

Hamingja konunnar liggur í nýjum leðurstígvélum. Hvaða konu spyrjið þið? Auðvitað baunakonunnar. Rándýr svört leðurstígvél. Það var nú allt og sumt sem ég þurfti til að brosa út að eyrum. Hugsanlega hefði ég fengið meira út úr því að fara á Mímisbar og pikka upp kallræfil, mér til skemmtunar (og útrásar fyrir feita púkann), en ný leðurstígvél duga. Duga bara skrambi vel. Maður er soddan gangandi klisjukvendi og kaupir sér til kæti. En kommon, há svört leðurstígvél, oohhh...

Gæti náttla farið í þeim á barinn. Einmitt.

Engin ummæli: