föstudagur, ágúst 19, 2005

Óbyggðirnar...

kalla. Er farin í hálendisreisu með fjórumsinnumfjórum klúbbnum. Keyrum yfir Kerlingarfjöll, undir þau, gegnum, til hliðar við þau eða hvað það nú heitir. Verðum síðan í Setrinu undir Hofsjökli í tvær nætur. Hlakka mikið til, vona að í þessum klúbbi séu ekki tómir aular og kúkalabbar. Kemur í ljós. Við (Hjalti, Pétur og ég) förum með vinum okkar Auði og Hauki, ásamt dóttur þeirra Völu (öndvegisfólk, ekki kúkalabbar). Svo bið ég ykkur að hafa engar áhyggjur af mér og mínum - Auður er dýralæknir. Adíós amígós.

Engin ummæli: