á Nesjavöllum í gær, frá Nesbúð að Nesbúð í hring sem merktur er með dökkgrænum stikum. Mæli innilega með
þessari gönguleið, þetta er tveggja tíma labb og maður sér fjölbreytt landslag og alla heimsins liti (m.a. blá bláber). Mér tókst að draga drengina mína tvo með í gönguna, gegn loforði um Mcdonalds hamborgara að leiðarlokum (þessi uppeldisaðferð (mútur) hefur reynst bauninni afar vel í áranna rás).
Okkur göngugörpum var sagt eitt og annað um virkjunina og það var nú býsna fróðlegt en ég er búin að gleyma því næstum öllu af því að tæknilega heilastöðin í mér er teflon-húðuð.
Í dag borða ég mikið grænmeti af því að það er svo gott. Keypti nýuppteknar gulrætur og alls kyns kálmeti hjá bóndanum á Reykjum, en þar er grænmetið selt svo glænýtt og gott að maður á ekki orð (af því að maður étur bara stanslaust).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli