þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég var nú aldeilis hlessa...

þegar mér var boðið í tveggja daga gönguferð í Kerlingarfjöllum um helgina. Mig dreplangar með, en er hægt að bjóða fjölskyldunni upp á svona sígaunamömmu sem er á stöðugu flakki? Svei mér þá, ég veit það ekki. Hef ekki verið heima margar helgar í röð og ryklagið í stofunni er orðið hnausþykkt og myndarlegt. Ef manni verður á að hnerra þá þyrlast upp gráhvít ský og liðast um stofuna (á þokkafullan hátt). Jamm, ég ætla að hugsa málið.

Vorum að koma fjölskyldan úr gönguferð á Þorbjörn (rétt hjá Grindavík) með vinnufélögunum. Alveg frábær gönguleið, fjölbreytt og skemmtileg. Sáum kalkúna, úlfalda og risaeðlusteina. Og svo hellirigndi alls staðar í heiminum nema á okkur. Hjá okkur var glaðasólskin. Ég legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: