var ég vændiskona í bleikum kjól með japönsku sniði að aftan og eitís-lúkki að framan og í svörtum, mjög hælaháum skóm. Nýja djobbið lagðist bara vel í mig og ég gekk glöð til verka. Í draumnum.
Ef einhver segir við mig að hann eigi sjálfshjálparbók einmitt fyrir fólk með þessi einkenni og að þau séu típísk birting miðlífskrísu ("middle-aged women who dream of dressing in pink and wearing high heels while contemplating bold carrier moves") þá set ég viðkomandi út af sakramentinu. Ég þoli ekki sjálfshjálparbækur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli