sunnudagur, ágúst 07, 2005

Ég er ekki með veiðidellu.

En, það var rosa gaman í veiðiferð með fjölskyldunni. Gamla settið bauð okkur systkinunum einn dag í Stóru Laxá í Hreppum, með öllu okkar hyski og viðhengjum. Veðrið lék við okkur en laxinn lét lítið sjá sig. Pétur veiddi reyndar einn og kom honum á land en laxinn ákvað að skella sér aftur út í, sleit línuna og tók spúninn með sér. Nú er hann svalasti pönkarinn í ánni, með svartan tóbí í munnvikinu. Ég sá einn vænan lax stökkva upp úr ánni (hann beit á hjá Pétri en slapp) og það var næstum nóg til að ég fengi veiðidellu. Ég ræktaði frummanninn í mér á fleiri vígstöðvum, gróf holu og moð-grillaði þrjú væn læri. Maturinn var óviðjafnanlegur mmmm..smjatt og við skemmtum okkur öll frábærlega, börn og fullorðnir. Og ég sem hélt að fjölskyldan mín væri ekkert svo skemmtileg. En hún er það bara. Kannski við ættum alltaf að vera í veiðiferð.

Engin ummæli: