og ætla af því tilefni að fara á smá myndafyllerí. Hér má sjá nokkrar myndir úr Fimmvörðuhálsgöngunni góðu þar sem fæddist ástríðufull löngun mín í jeppa. Sú löngun hefur þegar leitt af sér ákafa leit að heppilegum fjórhjóladrifnum farkosti og ýmis plön eru að gerjast. Svo var okkur bara boðið í hálendisferð með 4x4 klúbbnum, sama dag og ég viðraði nýfæddan jeppaáhuga minn við vinnufélagana (er þetta tákn af himnum ofan eða hvað?). Vinnufélagarnir voru ákaflega hjálplegir og einn góður Land Cruiser eigandi leyfði mér m.a.s. að prófa eðalbifreið sína (það æsti enn frekar upp í mér jeppasótthitann). Aðrir vinnufélagar vildu óðir og uppvægir selja mér jeppana sína. Ætla að spá í þetta og gaumgæfa málið, ígrunda það og spökulera djúpt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli