sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ætla bara...


að láta ykkur vita að ég er dauðuppgefin. Var að koma úr Þórsmörk. Búin að vera tvær nætur í tjaldi; fyrst í Skógum, svo inni í Mörk. Labbaði 5-vörðuháls á laugardaginn með góðu fólki og það var rosa gaman. En nú er ég þreytt og búin og lúin. Hjalti minn var eina barnið í ferðinni og stóð sig frábærlega. Gekk þessa tæpu 23 km einbeittur og glaður, ekkert vesen eða kvartanir. Hann er svo duglegur og ég er svoooo montin af litla fjallagarpinum mínum. Síðhærða undrið á myndinni er einmitt Hjalti í smá pásu.

Engin ummæli: