mánudagur, ágúst 22, 2005

Veit ekki...

hvar ég á að byrja. Það var svo gaman í fjórumsinnumfjórir-ferðinni. Hálendið er bara óviðjafnanlegt og mig langar að berja alla þá í hausinn sem vilja skemma það. Það bara má ekki. Geta þessir andskotar sem vilja sökkva hálendinu til að útvega Pólverjum og Kínverjum vinnu ekki fundið sér eitthvað annað til dundurs? Ég meina það. Hvers virði er hálendið? Hvers virði er ónumið land í þessum brjálaða heimi sem við lifum í? Eiga börnin okkar skilið að fá landið sitt í hendur í tætlum, sundurklippt og virkjað í hel?

Svo vil ég bara segja eitt. Gott fólk - hættið að kjósa þennan vitleysingaflokk sem nefnist Framsóknarflokkurinn. Þeir ráða allt of miklu og hafa gert of lengi. Þið megið kjósa hvaða fávita sem er, bara ef það er ekki Framsókn.


Þessi undragóði kamar stendur við fjallið Klakk (undir Hofsjökli).

Engin ummæli: